Kólerufaraldur í Jemen: Yfir 100 þúsund manns smitaðir og tölur fara hækkandi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2017 12:13 Frá sjúkrahúsi í Jemen. Vísir/AFP Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí. Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Tilfelli kólerusmitaðra í Jemen hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði. Talið er að yfir 100 þúsund manns séu smitaðir. Tilkynnt var um fyrstu smit í lok apríl þessa árs og hefur kólerusmit dreift sér um 19 af 23 héruðum landsins. Talsmaður Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO hefur staðfest að 789 manns hafi þegar látist af völdum sjúkdómsins. Reuters greinir frá. „Jemen stendur á barmi alvarlegs kólerufaralds sem ekki hefur þekkst áður,“ segir í tilkynningu frá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna. Nefnt er að hungursneyð spili einnig stóran þátt í ástandinu. Landið stendur illa að vígi í baráttunni gegn kóleru en borgarastríð hefur geysað þar í landi í tvö ár. Flest öll innviði landsins eru því í molum og heilbrigðiskerfið stendur ekki undir álaginu.Undir venjulegum kringumstæðum er auðvelt að meðhöndla kóleru en eins og staðan er í dag þá virðist það ekki vera möguleiki. Stór hluti íbúa Jemens hefur því mikla þörf fyrir aðstoð frá neyðarsamtökum eða um 19 milljónir af 28 miljlónum. Lífið í Jemen snýst því ekki einungis um borgarastríðið heldur hefur hungursneyð og kólerufaraldur nú bæst við áhyggjuefni íbúanna. WHO hefur nú þegar varað við því að óbreytt ástand geti orðið til þess að fjöldi smitaðra hækki upp í 300 þúsund þrátt fyrir að tilfellum hafi fækkað lítillega fyrstu vikuna í júní miðað við stöðuna í lok maí.
Jemen Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49 Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38 Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06 Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00
Rauði krossinn nýtir fé úr neyðarsjóði til erlendra verkefna í fyrsta sinn síðan 2005 Rauði krossinn mun stórauka fjárveitingar til Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Tilefnið er mikill fæðuskortur á svæðinu sem og yfirvofandi hungursneyð. Upphæðin nemur 197 milljónum króna sem fer beint til neyðaraðstoðar. 6. júní 2017 13:49
Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Stephen O'Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. 30. maí 2017 23:38
Kólerufaraldur í Jemen Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Sanaa, höfuðborg Jemen, en kólerufaraldur hefur nú dregið fjölda fólks í borginni til dauða. 15. maí 2017 08:06
Neyðarástand vegna kólerufaraldurs Tæplega 200 hafa látist á síðustu tveimur vikum og á níunda þúsund hafa smitast af sjúkdómnum. 16. maí 2017 07:00