Jón Daði: Ekki til í víkingaklappið eftir tapleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2017 14:00 Víkingaklappið er vinsælt hjá stuðningsmönnum Wolves. Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson er þokkalega sáttur við sitt fyrsta tímabil hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Hann er nú að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Króatíu á sunnudag og ræddi við Vísi fyrir æfingu í dag. „Þetta er beggja blands. Það er hlið á tímabilinu sem var mjög jákvæð og svo önnur sem var miður jákvæð,“ segir Jón Daði en Wolves hafnaði í 15. sæti deildarinnar. Jón Daði kom við sögu í flestum leikjum - 22 sinnum sem byrjunarliðsmaður en 20 sinnum sem varamaður. „Auðvitað hefði maður viljað gera meira. En þetta var lærdómsríkt og gott að hafa klárað sitt fyrsta tímabil á Englandi,“ segir hann.Jón Daði í góðum gír með stuðningmsönnum Wolves.Vísir/GettyVeist að þú ert að gera eitthvað rétt Jón Daða kom til Wolves frá Kaiserslautern í Þýskalandi en þar áður lék hann í Noregi. Selfyssingnum var afar vel tekið af stuðningsmönnum Wolves, sem tóku víkingaklappið óspart til heiðurs íslenska landsliðsmanninum sínum. „Það er alltaf gott að finna fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðir með mann. Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt og vilt gera enn betur,“ segir Jón Daði sem var ósjaldan beðinn um að taka víkingaklappið eftir leiki Wolves í vetur. „Ég er alveg til í að gera það eftir góða sigurleiki. En stundum vilja þeir gera þetta eftir jafntefli og jafnvel töp. Það er ekki eitthvað sem maður er mikið til í að gera,“ segir Jón Daði í léttum dúr.Á landsliðsæfingu.Vísir/Ernir Engin skoðun á Bebe Wolves er kominn með nýjan stjóra, Portúgalann Nuno Espirito Santo sem var áður hjá Porto, og segir Jón Daði að það gæti haft áhrif á stöðu hans eins og allra leikmanna hjá liðinu. „Eins og er tel ég meiri líkur á því en minni að ég verði áfram hjá Wolves. Þetta kemur betur í ljós þegar maður mætir á svæðið og undirbúningstímabilið hefst,“ segir hann en nýlega bárust fregnir af því að Bebe gæti gengið í raðir Wolves og orðið nýr liðsfélagi Jóns Daða. „Ég hef ekkert heyrt sjálfur af því og ekki myndað mér skoðun á því. Ef hann er leikmaður sem mun styrkja liðið er auðvitað hið besta mál að fá hann,“ segir Jón Daði. Bebe var á sínum tíma keyptur til Manchester United eins og frægt er en spilar nú með Eibar á Spáni. Hann skoraði þrjú mörk í 20 deildarleikjum með liðinu á síðustu leiktíð.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira