Sverrir Ingi: Tony Adams er fínn gæi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2017 19:00 Sverrir Ingi Ingason segir að síðasta tímabil hafi verið erfitt. Sverrir gekk í raðir spænska úrvalsdeildarliðsins Granada frá Lokeren í janúar. Granada var í slæmri stöðu þegar íslenski landsliðsmaðurinn kom og endaði á því að falla með hvelli. „Vissulega var þetta erfiður tími. Síðustu vikurnar, þegar staðan var orðin mjög erfið, það tók á. En ég vissi alveg hver staðan var þegar ég ákvað að taka þetta skref í janúar,“ sagði Sverrir í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er mjög svekkjandi en þetta er partur af fótboltanum,“ bætti Sverrir við.Tony Adams tókst ekki að bjarga Granada frá falli úr spænsku úrvalsdeildinni.vísir/gettyGamla Arsenal-goðsögnin Tony Adams tók við Granada í apríl en náði ekki að snúa gengi liðsins við. Raunar tapaði það öllum sjö leikjunum undir stjórn Adams. Þrátt fyrir það ber Sverrir honum vel söguna. „Tony er fínn gæi. Það komu fullt af áherslubreytingum með honum en það var svolítið seint. Við vorum í erfiðri stöðu og ég hefði kannski viljað sjá sumar af þessum áherslubreytingum koma fyrr. Staðan var orðin erfið og það var s.s. ekkert sem hann hefði getað gert betur,“ sagði Sverrir sem lærði ýmislegt af Adams. „Hann gat alveg gefið manni leiðbeiningar. Hann var auðvitað frábær leikmaður á sínum tíma og það var ýmislegt sem hann gat kennt mér.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason segir að síðasta tímabil hafi verið erfitt. Sverrir gekk í raðir spænska úrvalsdeildarliðsins Granada frá Lokeren í janúar. Granada var í slæmri stöðu þegar íslenski landsliðsmaðurinn kom og endaði á því að falla með hvelli. „Vissulega var þetta erfiður tími. Síðustu vikurnar, þegar staðan var orðin mjög erfið, það tók á. En ég vissi alveg hver staðan var þegar ég ákvað að taka þetta skref í janúar,“ sagði Sverrir í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er mjög svekkjandi en þetta er partur af fótboltanum,“ bætti Sverrir við.Tony Adams tókst ekki að bjarga Granada frá falli úr spænsku úrvalsdeildinni.vísir/gettyGamla Arsenal-goðsögnin Tony Adams tók við Granada í apríl en náði ekki að snúa gengi liðsins við. Raunar tapaði það öllum sjö leikjunum undir stjórn Adams. Þrátt fyrir það ber Sverrir honum vel söguna. „Tony er fínn gæi. Það komu fullt af áherslubreytingum með honum en það var svolítið seint. Við vorum í erfiðri stöðu og ég hefði kannski viljað sjá sumar af þessum áherslubreytingum koma fyrr. Staðan var orðin erfið og það var s.s. ekkert sem hann hefði getað gert betur,“ sagði Sverrir sem lærði ýmislegt af Adams. „Hann gat alveg gefið manni leiðbeiningar. Hann var auðvitað frábær leikmaður á sínum tíma og það var ýmislegt sem hann gat kennt mér.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira