Neituðu að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2017 07:15 Leikmenn Ástrala stilla sér upp en ekki leikmenn Sádí Arabíu. Vísir/AP Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna í Ástralíu í gærkvöldi þar sem landslið Sáda var að spila við Ástralíu í undankeppni HM 2018. Ástæðan er hvað leikmenn Sádí Arabíu gerðu þegar var gerð mínútuþögn til minningar um fórnalömb hryðjuverkaárásarinnar í London á dögunum. Allir leikmenn Ástralíu söfnuðust saman á miðjuhringnum eins og venjan er en allir leikmenn Sádí Árabíu stóðu hingað og þangað út um allan völl eins og þeir væri að fara að byrja leikinn. Þeir tóku því ekki þátt í minningarathöfninni og hneyksluðu marga með því. BBC segir frá. Einn af þingmönnum Ástrala á leiknum kallaði framkomu leikmannanna svívirðilega en það var þó vitað að fulltrúar frá knattspyrnusambandi Sádí Árabíu höfðu látið heimamenn vita af því að þessi hefð var ekki viðhöfð innan menningu Sáda. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur engu að síður sent frá sér afsökunarbeiðni. „Leikmennirnir ætluðu sér á engan hátt að vanvirða minningu fórnarlambanna eða koma í uppnám fjölskyldum, vinum eða öðrum sem eiga um sárt að binda eftir þetta grimmdarverk,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu fordæmdi líka öll hryðjuverk og öfgastefnur og sendi öllum aðstandendum hryðjuverkaárásarinnar sínar samúðarkveðjur. Tvær ástralskar konur, Kirsty Boden og Sara Zelenak, létust í árásinni í London. „Þetta snýst ekki um menningu. Þetta snýst um skort á virðingu og mér fannst þetta vera svívirðilegt,“ sagði ástralski þingmaðurinn Anthony Albanese í sjónvarpsviðtali. Ástralía vann leikinn 3-2 en staðan var 2-2 eftir fyrri hálfleikinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna í Ástralíu í gærkvöldi þar sem landslið Sáda var að spila við Ástralíu í undankeppni HM 2018. Ástæðan er hvað leikmenn Sádí Arabíu gerðu þegar var gerð mínútuþögn til minningar um fórnalömb hryðjuverkaárásarinnar í London á dögunum. Allir leikmenn Ástralíu söfnuðust saman á miðjuhringnum eins og venjan er en allir leikmenn Sádí Árabíu stóðu hingað og þangað út um allan völl eins og þeir væri að fara að byrja leikinn. Þeir tóku því ekki þátt í minningarathöfninni og hneyksluðu marga með því. BBC segir frá. Einn af þingmönnum Ástrala á leiknum kallaði framkomu leikmannanna svívirðilega en það var þó vitað að fulltrúar frá knattspyrnusambandi Sádí Árabíu höfðu látið heimamenn vita af því að þessi hefð var ekki viðhöfð innan menningu Sáda. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu hefur engu að síður sent frá sér afsökunarbeiðni. „Leikmennirnir ætluðu sér á engan hátt að vanvirða minningu fórnarlambanna eða koma í uppnám fjölskyldum, vinum eða öðrum sem eiga um sárt að binda eftir þetta grimmdarverk,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Knattspyrnusamband Sádí Árabíu fordæmdi líka öll hryðjuverk og öfgastefnur og sendi öllum aðstandendum hryðjuverkaárásarinnar sínar samúðarkveðjur. Tvær ástralskar konur, Kirsty Boden og Sara Zelenak, létust í árásinni í London. „Þetta snýst ekki um menningu. Þetta snýst um skort á virðingu og mér fannst þetta vera svívirðilegt,“ sagði ástralski þingmaðurinn Anthony Albanese í sjónvarpsviðtali. Ástralía vann leikinn 3-2 en staðan var 2-2 eftir fyrri hálfleikinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti