Nuttall greindi frá ákvörðun sinni í morgun þar sem hann sagði þó að mikilvægi UKIP aldrei hafa verið meira en nú – sem varðhundar Brexit-viðræðna breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins.
Nuttall sagði að rekja megi laka útkomu flokksins í kosningunum til þess að hann væri fórnarlamb eigin velgengni, en UKIP hafði lengi barist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB.
Nigel Farage, sem gegndi embætti formanns flokksins með hléum frá 2006, hafði áður gefið í skyn að hann gæti hugsað sér að snúa aftur í fremstu víglínu breskra stjórnmála.
Nuttall tók við embætti formanns UKIP af Diane James sem gengdi embættinu í stuttan tíma eftir afsögn Farage á síðasta ári.
"UKIP could, in 18 months, be bigger in poll ratings & members than ever before. However, it will not be with me as leader" @paulnuttallukip pic.twitter.com/IxVx6wwpq3
— BBC Politics (@BBCPolitics) June 9, 2017