Ekkja Jóhannesar í Bónus til starfa hjá Costco Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2017 14:49 Guðrún Þórsdóttir hefur nú gengið til liðs við Costco en flest virðist ganga stórversluninni þeirri í hag; opnun búðarinnar hefur gengið vonum framar. Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010. Costco Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Guðrún Þórsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar sem ávallt var kenndur við Bónus, hefur hafið störf hjá Costco. Þetta má heita eftirtektarverð og jafnvel skondin vending því koma stórverslunarinnar á markað hefur valdið verulegum titringi á smávöru- og matvælamarkaði. Og flest verður versluninni þeirri að vopni, allt gengur þeim í hag því víst er að þeim hefur bæst góður liðsauki í Guðrúnu. Nafn Jóhannesar í Bónus er skráð feitu letri í verslunarsögu landsins en stofnun Bónuss olli straumhvörfum í matvöruverslun á Íslandi.Það er Eiríkur Jónsson sem greinir frá þessu á vef sínum og birtir spjall við Guðrúnu. Vísir setti sig í samband við Guðrúnu og hringdi í Costco með það fyrir augum að heyra ofan í hana. Þar varð fyrir svörum Guðrún sjálf, sem starfar á skrifstofunni þar í Kauptúni í Garðabæ auk þess sem hún gengur í tilfallandi störf. En, hún tók það skýrt fram í samtali við blaðamann að hún veitti engin viðtöl. Hins vegar sé ekkert leyndarmál að hún starfar þar, enda fyrir augunum á þúsundum manna sem koma kátir í Costco á degi hverjum. Og þó ekki vildi hún veita Vísi viðtal var verulega hressilegt og gott í henni hljóðið. Eiríkur hins vegar hefur eftir henni að gott sé að hrista uppí markaðinum og Costco sé á svipuðum slóðum og Bónus var á sínum tíma. Sjálf starfaði Guðrún á þeim vettvangi og þekkir vel til. Guðrún og Jóhannes í Bónus bjuggu saman í um áratug og gengu í hjónaband árið 2010.
Costco Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira