Töfraheimur Japans Sæunn Gísladóttir skrifar 10. júní 2017 09:00 Gyllta hofið Kinkaku-ji er einn vinsælasti áfangastaður Kýótó. Mynd/SG Sofa, sofa, sofa og drekka nóg vatn, þetta voru ráðin sem undirrituð fékk um hvernig ætti að lifa af flug til Japans og takmarka þotuþreytu sem mest. Japan, eyríki sem lengi var lokað af og er þekkt fyrir stórkostlega ríka menningu sína sem og brjálaða tækni, er drauma áfangastaður margra. Lengd ferðarinnar frá Íslandi og það að aðlagast tímamuninum getur þó reynst jafnvel hinum víðförlasta ferðamanni áskorun. Þetta er þó allt þess virði, á tíu dögum í Japan getur maður upplifað meiri fjölbreytni en í flestum öðrum löndum; mörg hundruð ára gömul hof, risa búddastyttur, veitingahús með vélmennum, stærstu stórborg heims og komist í kynni við villt dádýr. Að sofa og drekka eru raunar góð ráð, og svo auðvitað að halda sér vakandi að minnsta kosti fram að kvöldi þegar á áfangastað er komið.Gaman að fara í maí mánuðiKlassísk Japansferð felur í sér einhverja daga í höfuðborginni, stopp í gömlu höfuðborginni og heimaborg flestra hofa landsins, Kýótó, og dagsferðir til minni staða, til dæmis Nara og Hakone. Með slíkri ferð er hægt að fá smjörþefinn af menningu landsins, en góðar líkur eru á að ferðamanninn þyrsti einungis í meira þegar kemur að heimfarardeginum.Búdda stytta í Asakusa hverfinu í Tókýó.Mynd/SGVinsælasti árstíminn til að ferðast til Japans er þegar kirsuberjatrén eru í fullum blóma í lok apríl, eða á haustin þegar hitinn er mildur. Það getur þó verið fínt að fara í maímánuði eða byrjun júní því þá er oft aðeins ódýrara og mildur hiti.Reiðufé vinsæltJapan er land andstæðna, þó að tæknin sé hvergi meiri þó víða væri leitað í heiminum er enskukunnátta, jafnvel í stórborginni, takmörkuð. Á mörgum stöðum er einungis hægt að greiða með reiðufé og erlend kort virka ekki í öllum hraðbönkum. Gott er að kynna sér þessi mál áður en lagt er af stað, og einnig hvort það sé þess virði að kaupa sér lestarkort (JR Pass) fyrir ferðina, sem þarf að panta utan landsteinanna.Ódýrara en maður heldurÞað væri auðvelt að eyða öllum tíma sínum í Tókýó. Um 35 milljónir búa í borginni og ber hún þess merki með ógrynni veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingu. Hvergi í heiminum eru fleiri veitingastaðir með Michelinstjörnur. Það þýðir þó ekki að allur góður matur sé á óviðráðanlegu verði. Mikil efnahagsuppsveifla átti sér stað í Tókýó fyrir aldamótin og fékk Japan þá á sig þann stimpil að vera dýr áfangastaður. Stærð borgarinnar gerir það þó að verkum að þar er allur verðskalinn þegar kemur að mat, gistingu og afþreyingu, og því getur verið ódýrara en margir telja að fara í frí þangað.Verslunargata í Gizon hverfi í Tókýó.Mynd/SGAuðvelt er að fletta upp bestu veitingastöðunum í hverjum verðflokki og fyrir hvern matarflokk á Tripadvisor. Hápunktar í matarmenningunni eru meðal annars Korean BBQ, þar sem maður steikir sjálfur kjötið sitt og meðlæti, Bentobox sushi þar sem margir mismunandi réttir (flestir hverjir sem maður kannast ekkert við) koma saman í boxi, og hefðbundnir sushi staðir þar sem maður situr fyrir framan kokkana og pantar beint frá þeim. Mikilvægt getur verið að panta borð fyrirfram eða þó að þola bið eftir borði. 104 ára rekur kaffihúsÞeir sem eru meira fyrir kaffimenninguna geta bragðað á mjög góðu, ef heldur dýru kaffi, sem Tókýó hefur upp á að bjóða. Sérstaklega er þess virði að mæla með Café de L’ambre sem var stofnað árið 1948 í Ginzahverfi. Stofnandinn sem er 104 ára gamall er enn á svæðinu. Tókýó er einnig sprengfull af þema kaffihúsum; ef eitthvert dýr er talið sætt eru allar líkur á að kaffihús tileinkað því sé þar. Gestir geta valið milli kattakaffihúsa, broddgaltakaffihúsa og kanínukaffihúsa svo eitthvað sé nefnt, ekki eru þó alltaf veitingar í boði á þessum stöðum eins undarlega og það hljómar. Einnig eru kaffihús með mikilli litagleði og stemningu í Kawaii (krúttstíl).Nauðsynlegt er að prófa Kawaii myndaklefa í Tókýó.Mynd/SGFjöldi hverfa er í Tókýó sem öll hafa sín sérkenni. Gaman er að prófa að gista í einu eldra og rólegra hverfi, til dæmis Asakusa, í nálægð við flott hof og frábæra veitingastaði, en einnig í einu af hverfunum sem þekkt eru fyrir nætur- og verslunarlíf, til dæmis Shinjuku eða Shibuya. Þannig er hægt að upplifa andstæðurnar í borginni.Hægt að kæla sig á ströndinniÁ daginn má skoða fjölbreytt söfn, til dæmis Tokyo National Museum, hof, fallega garða eða líta í búðir. Ef gestum fer að leiðast öngþveitið er hægt að fara á strönd við Tokyo Bay og stinga tánum í sjóinn, en þó ekki synda þar. Eftir nokkurra daga stopp í Tókýó, þar sem þotuþreytan er farin að dvína, er fínt að kíkja út fyrir höfuðborgina. Þægilegur staður fyrir næturstopp er Hakone, bær við fjallsrætur þar sem hægt er að heimsækja falleg hof, sjá Fujifjall (ef viðrar vel), fara í siglingu og í onsen (heita laug). Japanir eru mikið fyrir heitu náttúrulaugar sínar, líkt og Íslendingar, en þó eru reglurnar öðruvísi þar. Laugarnar eru kynjaskiptar og verður maður að baða sig nakinn. Í Hakone er fjöldi hótela, og meira að segja eitt hostel, með onsen, og því getur verið lítill sem enginn aukakostnaður við að prófa þessa japönsku hefð.Ævintýralegt umhverfi er í Nara.Mynd/SGFljótt að skreppa til Kýótó Lestarkerfi Japans er vel þekkt fyrir hraða og stöðugleika. Lestirnar eru heldur dýrar miðað við til dæmis lestir í Evrópu, en hafa þann kost að maður þarf venjulega ekki að sitja lengi í þeim. Kýótó er rúman klukkutíma frá Hakone og tvo tíma frá Tókýó og er nauðsynlegt að fara þangað á ferðalagi um Japan. Besta leiðin til að sjá borgina er á hjóli. Í borginni búa um 1,5 milljónir manna og er því viðráðanlegra þar að fá yfirsýn yfir borgina en í Tókýó. Meðal áfangastaða sem maður verður að kíkja á þar er gyllta hofið Kinkaku-ji, gamla Ginonhverfið þar sem geisjur sjást enn á ferð og bambusskógurinn í vesturhluta borgarinnar. Þrír til fjórir dagar eru passlegur tími til að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða sem og frábærra veitingastaða hennar. Vinsæl dagsferð frá Kýótó er að kíkja til Nara, fyrstu höfuðborgar Japans. Borgin er sögulega merkileg en hún var höfuðborg Japans á áttundu öld og þrátt fyrir smæð hennar er hún full af fallegum sögulegum hofum, einni stærstu trjábyggingu í heimi, og er heimili fimmtán metra hárrar búddastyttu. Borgin er þó allra þekktust fyrir að vera heimili yfir 1.200 villtra dádýra sem ráfa um Naragarðinn. Einn af hápunktum Japansferðar er að kaupa kex til að gefa þeim að borða og fylgjast með ferðamönnum taka sjálfumyndir með þeim, oft með fyndnum afleiðingum. Margir kjósa að skreppa fram og til baka samdægurs með lestinni frá Kýótó, en það er frábær kostur að gista í Nara; gisting er ódýr, fullt af góðum veitingastöðum er á svæðinu og andrúmsloftið í borginni mjög afslappað. Ferðalög Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Sofa, sofa, sofa og drekka nóg vatn, þetta voru ráðin sem undirrituð fékk um hvernig ætti að lifa af flug til Japans og takmarka þotuþreytu sem mest. Japan, eyríki sem lengi var lokað af og er þekkt fyrir stórkostlega ríka menningu sína sem og brjálaða tækni, er drauma áfangastaður margra. Lengd ferðarinnar frá Íslandi og það að aðlagast tímamuninum getur þó reynst jafnvel hinum víðförlasta ferðamanni áskorun. Þetta er þó allt þess virði, á tíu dögum í Japan getur maður upplifað meiri fjölbreytni en í flestum öðrum löndum; mörg hundruð ára gömul hof, risa búddastyttur, veitingahús með vélmennum, stærstu stórborg heims og komist í kynni við villt dádýr. Að sofa og drekka eru raunar góð ráð, og svo auðvitað að halda sér vakandi að minnsta kosti fram að kvöldi þegar á áfangastað er komið.Gaman að fara í maí mánuðiKlassísk Japansferð felur í sér einhverja daga í höfuðborginni, stopp í gömlu höfuðborginni og heimaborg flestra hofa landsins, Kýótó, og dagsferðir til minni staða, til dæmis Nara og Hakone. Með slíkri ferð er hægt að fá smjörþefinn af menningu landsins, en góðar líkur eru á að ferðamanninn þyrsti einungis í meira þegar kemur að heimfarardeginum.Búdda stytta í Asakusa hverfinu í Tókýó.Mynd/SGVinsælasti árstíminn til að ferðast til Japans er þegar kirsuberjatrén eru í fullum blóma í lok apríl, eða á haustin þegar hitinn er mildur. Það getur þó verið fínt að fara í maímánuði eða byrjun júní því þá er oft aðeins ódýrara og mildur hiti.Reiðufé vinsæltJapan er land andstæðna, þó að tæknin sé hvergi meiri þó víða væri leitað í heiminum er enskukunnátta, jafnvel í stórborginni, takmörkuð. Á mörgum stöðum er einungis hægt að greiða með reiðufé og erlend kort virka ekki í öllum hraðbönkum. Gott er að kynna sér þessi mál áður en lagt er af stað, og einnig hvort það sé þess virði að kaupa sér lestarkort (JR Pass) fyrir ferðina, sem þarf að panta utan landsteinanna.Ódýrara en maður heldurÞað væri auðvelt að eyða öllum tíma sínum í Tókýó. Um 35 milljónir búa í borginni og ber hún þess merki með ógrynni veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingu. Hvergi í heiminum eru fleiri veitingastaðir með Michelinstjörnur. Það þýðir þó ekki að allur góður matur sé á óviðráðanlegu verði. Mikil efnahagsuppsveifla átti sér stað í Tókýó fyrir aldamótin og fékk Japan þá á sig þann stimpil að vera dýr áfangastaður. Stærð borgarinnar gerir það þó að verkum að þar er allur verðskalinn þegar kemur að mat, gistingu og afþreyingu, og því getur verið ódýrara en margir telja að fara í frí þangað.Verslunargata í Gizon hverfi í Tókýó.Mynd/SGAuðvelt er að fletta upp bestu veitingastöðunum í hverjum verðflokki og fyrir hvern matarflokk á Tripadvisor. Hápunktar í matarmenningunni eru meðal annars Korean BBQ, þar sem maður steikir sjálfur kjötið sitt og meðlæti, Bentobox sushi þar sem margir mismunandi réttir (flestir hverjir sem maður kannast ekkert við) koma saman í boxi, og hefðbundnir sushi staðir þar sem maður situr fyrir framan kokkana og pantar beint frá þeim. Mikilvægt getur verið að panta borð fyrirfram eða þó að þola bið eftir borði. 104 ára rekur kaffihúsÞeir sem eru meira fyrir kaffimenninguna geta bragðað á mjög góðu, ef heldur dýru kaffi, sem Tókýó hefur upp á að bjóða. Sérstaklega er þess virði að mæla með Café de L’ambre sem var stofnað árið 1948 í Ginzahverfi. Stofnandinn sem er 104 ára gamall er enn á svæðinu. Tókýó er einnig sprengfull af þema kaffihúsum; ef eitthvert dýr er talið sætt eru allar líkur á að kaffihús tileinkað því sé þar. Gestir geta valið milli kattakaffihúsa, broddgaltakaffihúsa og kanínukaffihúsa svo eitthvað sé nefnt, ekki eru þó alltaf veitingar í boði á þessum stöðum eins undarlega og það hljómar. Einnig eru kaffihús með mikilli litagleði og stemningu í Kawaii (krúttstíl).Nauðsynlegt er að prófa Kawaii myndaklefa í Tókýó.Mynd/SGFjöldi hverfa er í Tókýó sem öll hafa sín sérkenni. Gaman er að prófa að gista í einu eldra og rólegra hverfi, til dæmis Asakusa, í nálægð við flott hof og frábæra veitingastaði, en einnig í einu af hverfunum sem þekkt eru fyrir nætur- og verslunarlíf, til dæmis Shinjuku eða Shibuya. Þannig er hægt að upplifa andstæðurnar í borginni.Hægt að kæla sig á ströndinniÁ daginn má skoða fjölbreytt söfn, til dæmis Tokyo National Museum, hof, fallega garða eða líta í búðir. Ef gestum fer að leiðast öngþveitið er hægt að fara á strönd við Tokyo Bay og stinga tánum í sjóinn, en þó ekki synda þar. Eftir nokkurra daga stopp í Tókýó, þar sem þotuþreytan er farin að dvína, er fínt að kíkja út fyrir höfuðborgina. Þægilegur staður fyrir næturstopp er Hakone, bær við fjallsrætur þar sem hægt er að heimsækja falleg hof, sjá Fujifjall (ef viðrar vel), fara í siglingu og í onsen (heita laug). Japanir eru mikið fyrir heitu náttúrulaugar sínar, líkt og Íslendingar, en þó eru reglurnar öðruvísi þar. Laugarnar eru kynjaskiptar og verður maður að baða sig nakinn. Í Hakone er fjöldi hótela, og meira að segja eitt hostel, með onsen, og því getur verið lítill sem enginn aukakostnaður við að prófa þessa japönsku hefð.Ævintýralegt umhverfi er í Nara.Mynd/SGFljótt að skreppa til Kýótó Lestarkerfi Japans er vel þekkt fyrir hraða og stöðugleika. Lestirnar eru heldur dýrar miðað við til dæmis lestir í Evrópu, en hafa þann kost að maður þarf venjulega ekki að sitja lengi í þeim. Kýótó er rúman klukkutíma frá Hakone og tvo tíma frá Tókýó og er nauðsynlegt að fara þangað á ferðalagi um Japan. Besta leiðin til að sjá borgina er á hjóli. Í borginni búa um 1,5 milljónir manna og er því viðráðanlegra þar að fá yfirsýn yfir borgina en í Tókýó. Meðal áfangastaða sem maður verður að kíkja á þar er gyllta hofið Kinkaku-ji, gamla Ginonhverfið þar sem geisjur sjást enn á ferð og bambusskógurinn í vesturhluta borgarinnar. Þrír til fjórir dagar eru passlegur tími til að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða sem og frábærra veitingastaða hennar. Vinsæl dagsferð frá Kýótó er að kíkja til Nara, fyrstu höfuðborgar Japans. Borgin er sögulega merkileg en hún var höfuðborg Japans á áttundu öld og þrátt fyrir smæð hennar er hún full af fallegum sögulegum hofum, einni stærstu trjábyggingu í heimi, og er heimili fimmtán metra hárrar búddastyttu. Borgin er þó allra þekktust fyrir að vera heimili yfir 1.200 villtra dádýra sem ráfa um Naragarðinn. Einn af hápunktum Japansferðar er að kaupa kex til að gefa þeim að borða og fylgjast með ferðamönnum taka sjálfumyndir með þeim, oft með fyndnum afleiðingum. Margir kjósa að skreppa fram og til baka samdægurs með lestinni frá Kýótó, en það er frábær kostur að gista í Nara; gisting er ódýr, fullt af góðum veitingastöðum er á svæðinu og andrúmsloftið í borginni mjög afslappað.
Ferðalög Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira