Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júní 2017 18:59 Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. Vísir/Getty Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20