Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár Haraldur Guðmundsson skrifar 31. maí 2017 09:30 Framkvæmdum við hótelið við Austurvöll átti að ljúka vorið 2018. Mynd/Lindarvatn Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg. „Við erum að bíða eftir svörum frá borginni varðandi breytingar á deiluskipulaginu. Þangað til það liggur fyrir gefur borgin ekki út nein framkvæmdaleyfi. Við erum að vonast til að þetta liggi fyrir á allra næstu vikum og að verklok verði vorið 2019,“ segir Davíð. „Við höfum gert borginni grein fyrir því að við erum nokkuð ósátt við hvað þetta hefur tekið langan tíma. Það er leiðinlegt sérstaklega fyrir borgarbúa að þarna í hjarta borgarinnar séu þessi hús í því ástandi sem þau eru og engin starfsemi þar.“ Icelandair Group keypti helmingshlut í Lindarvatni í ágúst 2015 af hinum eiganda reitsins, Dalsnesi ehf., sem er alfarið í eigu Ólafs Björnssonar, eiganda matvöruheildverslunarinnar Inness. Lindarvatn stóð í byrjun mars í fyrra fyrir 3,1 milljarðs króna skuldabréfaútgáfu til að fjármagna framkvæmdirnar á reitnum. Hótelið verður 160 herbergja eða ellefu þúsund fermetrar að stærð af þeim fimmtán þúsund sem gert er ráð fyrir á reitnum. Þar verða einnig veitingastaðir, verslanir, íbúðir og að sögn Davíðs einnig að öllum líkindum safn um sögu Alþingis. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg. „Við erum að bíða eftir svörum frá borginni varðandi breytingar á deiluskipulaginu. Þangað til það liggur fyrir gefur borgin ekki út nein framkvæmdaleyfi. Við erum að vonast til að þetta liggi fyrir á allra næstu vikum og að verklok verði vorið 2019,“ segir Davíð. „Við höfum gert borginni grein fyrir því að við erum nokkuð ósátt við hvað þetta hefur tekið langan tíma. Það er leiðinlegt sérstaklega fyrir borgarbúa að þarna í hjarta borgarinnar séu þessi hús í því ástandi sem þau eru og engin starfsemi þar.“ Icelandair Group keypti helmingshlut í Lindarvatni í ágúst 2015 af hinum eiganda reitsins, Dalsnesi ehf., sem er alfarið í eigu Ólafs Björnssonar, eiganda matvöruheildverslunarinnar Inness. Lindarvatn stóð í byrjun mars í fyrra fyrir 3,1 milljarðs króna skuldabréfaútgáfu til að fjármagna framkvæmdirnar á reitnum. Hótelið verður 160 herbergja eða ellefu þúsund fermetrar að stærð af þeim fimmtán þúsund sem gert er ráð fyrir á reitnum. Þar verða einnig veitingastaðir, verslanir, íbúðir og að sögn Davíðs einnig að öllum líkindum safn um sögu Alþingis.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira