Veitingakona í Austurstræti segir alla orðna brjálaða í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Sendibílarnir voru í röðum utan við Caruso og aðra staði í Austurstræti fyrir hádegi í gær. vísir/eyþór „Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Það er svo ótrúlega lítið komið til móts við fólk sem þarf að vinna í miðbænum. Hér er bara ófremdarástand. Það eru allir orðnir brjálaðir,“ segir Þrúður Sigurðardóttir, veitingamaður í Caruso í Austurstræti.Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að sendibílstjórar eru þreyttir á skertum aðgangi til vöruafhendingar í miðbænum. Hafa þeir aðeins svigrúm milli klukkan sjö og ellefu á morgnanna á Laugavegi og í Austurstræti.Þrúður Sigurðardóttir í Caruso biður um tillitsemi.vísir/gvaÞrúður segir ekki alltaf hægt að sjá til þess að vörur berist innan tilsetts ramma. Stundum komist birgjarnir hreinlega ekki yfir að koma vörum til allra innan markanna. „Ég lenti í því í síðustu viku að þeir voru of seinir að panta hjá mér kokkarnir og ég þurfti að fara á eigin bíl að sækja tíu þunga kassa,“ lýsir Þrúður sem kveðst hafa ekið út um allt í leit að stæði áður en hún ók gegn einstefnu í Pósthússtræti til að komast að Austurstræti. „Ég ætlaði að stelast inn en var rétt komin á hornið þegar löggan kom og sektaði mig - engin miskunn. Þeir sögðu að ég hefði átt að leggja og sækja trillu en ég var náttúrlega búin að leita að stæði um allt.“ Lausnin að sögn Þrúðar felst í því að setja sendibílstjórum ekki þessa ramma og leyfa þeim akstur um göngugötur. „Þeir fara bara varlega,“ segir hún. Hjólafólki og gangandi finnst sendibílarnir stundum þrengja að sínum leiðum. „Umferðin er sameign okkar allra. Við þurfum bara að sýna þolinmæði og tillitssemi í hvívetna, hvort sem það eru sendibílastjórar eða aðrir,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Sendibílstjóri bakkar út úr taugastríði í miðbænum Lögreglan er sögð boða hert eftirlit með sendibílum í miðbæ Reykjavíkur utan leyfðs affermingartíma á morgnana. Sendibílstjóri segist þurfa að beita brögðum til að veita þjónustuna og jafnvel vera farinn að hafna túrum í miðbæinn. 30. maí 2017 06:00