Kraftaverkið og spádómurinn Stefán Pálsson skrifar 21. maí 2017 09:00 Atburðurinn hafði djúpstæð áhrif á börnin, einkum elstu stúlkuna í hópnum, en miklu síðar átti hann eftir að koma róti á huga milljóna manna um heim allan. Fyrir sléttri öld og einni viku, þann þrettánda maí árið 1917, átti kraftaverk sér stað í beitarhaga hjá smáþorpinu Fátima í miðju Portúgal. Þann dag birtist guðsmóðirin María þremur börnum á aldrinum sjö til tíu ára, sem voru að gæta kinda í grennd við heimili sitt. Atburðurinn hafði djúpstæð áhrif á börnin, einkum elstu stúlkuna í hópnum, en miklu síðar átti hann eftir að koma róti á huga milljóna manna um heim allan. Og mögulega var hann fyrirboði um annan heimssögulegan viðburð sem einnig átti sér stað þann þrettánda maí, nánar tiltekið árið 1981. Áður en lengra er haldið er þó rétt að slá þann varnagla að engin önnur vitni voru að komu heilagrar Maríu til portúgalska smáþorpsins en börnin þrjú. Smákrakkar eru sjaldnast talin áreiðanlegustu heimildirnar um atburði og sjálfsagt hefði vitnisburður þeirra ekki verið tekinn alvarlega fyrir borgaralegum dómstólum. Ótal dæmi eru um fólk sem segist hafa fengið guðlegar vitranir, en í flestum tilvikum er slíkum frásögnum vísað á bug. Kaþólska kirkjan viðurkennir þó fáein tilvik af þessu tagi, þar á meðal atburðina í Portúgal fyrir hundrað árum, og á dögunum tilkynnti Frans páfi meira að segja að börnin hefðu verið tekin í hóp dýrlinga. Yngri börnin tvö, voru systkini sem bæði veiktust illa í inflúensufaraldrinum mikla árið 1918 og létust nokkrum misserum síðar af völdum veikindanna. Aðalheimildin um fundinn með Maríu mey var því þriðja barnið, Lúcia Santos. Að hennar sögn birtist María börnunum í nokkur skipti um nokkurra mánaða skeið, yfirleitt á þrettánda degi mánaðarins. Lífsreynslan hafði þau áhrif á stúlkuna ungu að hún ákvað að helga líf sitt guði, lærði að lesa og gerðist síðar nunna.Nýjar upplýsingar Portúgölsk dagblöð fjölluðu talsvert um vitranirnar seinni hluta árs 1917 og rötuðu þær frásagnir jafnvel í erlend stórblöð. Í hugum kirkjunnar þjóna í Portúgal var málið þó annað og meira en dægurfluga og prestar og kennimenn héldu áfram að rannsaka sögu stúlkunnar. Framburður hennar var stöðugur og sannfærandi, svo að lokum létu háttsettir biskupar sannfærast um að ekki mætti útiloka að vitnisburðurinn væri sannur. Bent hefur verið á að saga Lúciu Santos eigi sér hliðstæður í kaþólskum samfélögum nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, þar sem börn báru vitni um guðlegar vitranir sínar og hlutu viðurkenningu kirkjunnar. Um miðjan fjórða áratuginn, nærri tuttugu árum eftir atburðina í Fátima, lét Lúcia undan þrýstingi portúgalsks biskups og skrásetti sögu sína. Fyrsta frásögn hennar birtist á prenti árið 1935 og vakti þegar mikla athygli. Næstu árin sendi hún frá sér nýjar og nákvæmari frásagnir, sem vörpuðu skýrara ljósi á fundina með guðsmóðurinni. Það var fyrst í þriðju útgáfu sögunnar, sem út kom árið 1941, að Lúcia Santos upplýsti að María hefði birt henni þrjár spásagnir. Í þeirri fyrstu fengu börnin að gægjast inn í loga vítis, sem hefði verið hryllileg sjón, en sem betur fer hafi fylgt sögunni að þau væru hólpin og þyrftu ekki að óttast slíkar píslir. Önnur spásögnin var nákvæmari og öllu pólitískara eðlis. Þar upplýsti María að fyrri heimsstyrjöldinni myndi ljúka, en nýtt alheimsstríð brjótast út í embættistíð Píusar XI páfa ef alþýða manna myndi ekki gerast guðræknari og Rússar láta af trúvillu sinni – sem talið var vísa í kommúnismann og stofnun Sovétríkjanna. Eins og gefur að skilja vöktu þessar upplýsingar mikla athygli og töldu kaþólskir andstæðingar kommúnisma sig hafa fengið góða sönnun fyrir því að stjórnmálastefnan væri ekki guði þóknanleg. Úrtölumenn töldu hins vegar það draga nokkuð úr vægi spádómsins að hann hafi fyrst verið birtur eftir að atburðir hans rættust. Þá bentu þeir á að orðalag spádómsins væri tæplega upprunalegt, þar sem Píus XI hefði ekki sest á páfastól og tekið sér embættisheiti fyrr en fimm árum eftir að María vitraðist börnunum. Þá hefði Píus XI látist árið 1938, árið áður en Evrópumenn miða við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar, þótt vissulega hafi hernaður Japana í Kína hafist fyrir þann tíma. Þessi örlitla ónákvæmni varðandi valdatíma páfans breytti litlu um áhuga almennings. Sérstaka forvitni vakti að Lúcia Santos sagði frá tilvist þriðju spásagnarinnar, sem ekki væri tímabært að upplýsa um að sinni. Að ósk portúgalsks biskups lét hún þó að lokum til leiðast, skrifaði spásögnina niður og lét kirkjunni í hendur sem að lokum sendi hana til Vatíkansins árið 1957.Leyndarmál í Vatíkaninu Í Páfagarði klóruðu menn sér í kollinum yfir hvað gera skyldi við hina dularfullu þriðju spásögn. Skiptar skoðanir voru meðal sérfræðinga kirkjunnar, þar sem sumir vildu gera sem minnst úr vitrunum af þessu tagi og töldu þær fremur liggja á sviði dulspeki en góðrar og gildrar guðfræði. Nokkrir háttsettir kennimenn fengu að kynna sér efni spásagnarinnar, þar á meðal kardinálinn Joseph Ratzinger, sem síðar varð Benedikt XVI. Niðurstaða þeirra varð sú að ekki væri skynsamlegt að upplýsa um efni hennar og var yfirlýsing þess efnis gefin út árið 1960. Eins og vænta mátti varð leyndarhjúpurinn aðeins til þess að æsa upp forvitni fólks. Hvers kyns samsæriskenningar tóku að skjóta upp kollinum varðandi það hvaða safaríka leyndarmál spásögnin hefði að geyma. Hölluðust ýmsir að því að hún fæli í sér upplýsingar um siðspillingu innan kirkjunnar, sem teygði sig allt til æðstu embættismanna hennar og það væri skýringin á tregðu Páfagarðs til að birta skjalið. Aðrir töldu að heilög María hefði með spásögn sinni upplýst um heimsendi sem væri í nánd, en kirkjuyfirvöld þyrðu ekki að segja frá því. Meðal þeirra sem þráðu að fá að vita efni þriðju spásagnarinnar var ástralskur maður, Laurence James Downey að nafni. Þann annan maí 1981 rændi hann farþegaþotu írska flugfélagsins Air Lingus með því að hella yfir sig bensíni, ryðjast inn í stjórnklefann og hóta að kveikja í sér. Krafa hans var sú að vélinni yrði flogið til Íran og gíslarnir yrðu ekki látnir lausir fyrr en páfinn upplýsti um efni spádómsins. Þessi óvenjulega rannsóknaraðferð reyndist árangurslaus og ræninginn var yfirbugaður á frönskum flugvelli. Jóhannes Páll páfi II lét ekki undan hótunum ástralska flugræningjans, en fáeinum dögum síðar – nánar tiltekið þann þrettánda maí 1981 – gerðust afdrifaríkir atburðir sem honum tengdust og áttu eftir að hafa mikil áhrif á þessa sögu. Þann dag var páfa sýnt banatilræði, þegar tyrkneskur hægriöfgamaður skaut hann með fjórum byssukúlum á Péturstorginu í Róm. Páfi lifði af árásina og vakti mikla athygli þegar hann fyrirgaf árásarmanni sínum og átti síðar eftir að hitta hann á fundi. Árið 2000 lýsti Jóhannes Páll II því yfir að þriðja spásögnin frá Fátima hefði þegar ræst, með morðtilræðinu árið 1981. Í tengslum við það birti Vatíkanið textann í heild sinni, sem var heldur ruglingslega orðuð sýn um fallna borg, þar sem páfinn sjálfur væri myrtur af hópi hermanna með byssukúlum og örvum. Óhætt er að segja að opinberun þessi hafi valdið mörgum vonbrigðum, þar sem búist hafði verið við safaríkari spádómi. Sumir áhugamenn um samsæriskenningar voru snöggir að hafna tilkynningu Páfagarðs sem fölsun og tilraun til að fela eitthvert stórkostlegt leyndarmál. Aðrir féllust á að texti spásagnarinnar væri réttur en höfnuðu túlkuninni. Bent var á að spásögn Maríu gerði ráð fyrir að leiðtogi kaþólsku kirkjunnar væri drepinn í Róm, en Jóhannes Páll II hefði jú einungis særst í tilræðinu. Því kæmi aðeins tvennt til greina: að spádómurinn hefði ekki enn komið fram eða að hann vísaði til annarra atburða, nánar tiltekið til dauða Jóhannesar Páls I á árinu 1978 eftir aðeins 33 daga í embætti. Hafa lengi verið uppi sögur um að andlát hans hafi borið að með óeðlilegum hætti, en það er önnur saga. Saga til næsta bæjar Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Fyrir sléttri öld og einni viku, þann þrettánda maí árið 1917, átti kraftaverk sér stað í beitarhaga hjá smáþorpinu Fátima í miðju Portúgal. Þann dag birtist guðsmóðirin María þremur börnum á aldrinum sjö til tíu ára, sem voru að gæta kinda í grennd við heimili sitt. Atburðurinn hafði djúpstæð áhrif á börnin, einkum elstu stúlkuna í hópnum, en miklu síðar átti hann eftir að koma róti á huga milljóna manna um heim allan. Og mögulega var hann fyrirboði um annan heimssögulegan viðburð sem einnig átti sér stað þann þrettánda maí, nánar tiltekið árið 1981. Áður en lengra er haldið er þó rétt að slá þann varnagla að engin önnur vitni voru að komu heilagrar Maríu til portúgalska smáþorpsins en börnin þrjú. Smákrakkar eru sjaldnast talin áreiðanlegustu heimildirnar um atburði og sjálfsagt hefði vitnisburður þeirra ekki verið tekinn alvarlega fyrir borgaralegum dómstólum. Ótal dæmi eru um fólk sem segist hafa fengið guðlegar vitranir, en í flestum tilvikum er slíkum frásögnum vísað á bug. Kaþólska kirkjan viðurkennir þó fáein tilvik af þessu tagi, þar á meðal atburðina í Portúgal fyrir hundrað árum, og á dögunum tilkynnti Frans páfi meira að segja að börnin hefðu verið tekin í hóp dýrlinga. Yngri börnin tvö, voru systkini sem bæði veiktust illa í inflúensufaraldrinum mikla árið 1918 og létust nokkrum misserum síðar af völdum veikindanna. Aðalheimildin um fundinn með Maríu mey var því þriðja barnið, Lúcia Santos. Að hennar sögn birtist María börnunum í nokkur skipti um nokkurra mánaða skeið, yfirleitt á þrettánda degi mánaðarins. Lífsreynslan hafði þau áhrif á stúlkuna ungu að hún ákvað að helga líf sitt guði, lærði að lesa og gerðist síðar nunna.Nýjar upplýsingar Portúgölsk dagblöð fjölluðu talsvert um vitranirnar seinni hluta árs 1917 og rötuðu þær frásagnir jafnvel í erlend stórblöð. Í hugum kirkjunnar þjóna í Portúgal var málið þó annað og meira en dægurfluga og prestar og kennimenn héldu áfram að rannsaka sögu stúlkunnar. Framburður hennar var stöðugur og sannfærandi, svo að lokum létu háttsettir biskupar sannfærast um að ekki mætti útiloka að vitnisburðurinn væri sannur. Bent hefur verið á að saga Lúciu Santos eigi sér hliðstæður í kaþólskum samfélögum nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, þar sem börn báru vitni um guðlegar vitranir sínar og hlutu viðurkenningu kirkjunnar. Um miðjan fjórða áratuginn, nærri tuttugu árum eftir atburðina í Fátima, lét Lúcia undan þrýstingi portúgalsks biskups og skrásetti sögu sína. Fyrsta frásögn hennar birtist á prenti árið 1935 og vakti þegar mikla athygli. Næstu árin sendi hún frá sér nýjar og nákvæmari frásagnir, sem vörpuðu skýrara ljósi á fundina með guðsmóðurinni. Það var fyrst í þriðju útgáfu sögunnar, sem út kom árið 1941, að Lúcia Santos upplýsti að María hefði birt henni þrjár spásagnir. Í þeirri fyrstu fengu börnin að gægjast inn í loga vítis, sem hefði verið hryllileg sjón, en sem betur fer hafi fylgt sögunni að þau væru hólpin og þyrftu ekki að óttast slíkar píslir. Önnur spásögnin var nákvæmari og öllu pólitískara eðlis. Þar upplýsti María að fyrri heimsstyrjöldinni myndi ljúka, en nýtt alheimsstríð brjótast út í embættistíð Píusar XI páfa ef alþýða manna myndi ekki gerast guðræknari og Rússar láta af trúvillu sinni – sem talið var vísa í kommúnismann og stofnun Sovétríkjanna. Eins og gefur að skilja vöktu þessar upplýsingar mikla athygli og töldu kaþólskir andstæðingar kommúnisma sig hafa fengið góða sönnun fyrir því að stjórnmálastefnan væri ekki guði þóknanleg. Úrtölumenn töldu hins vegar það draga nokkuð úr vægi spádómsins að hann hafi fyrst verið birtur eftir að atburðir hans rættust. Þá bentu þeir á að orðalag spádómsins væri tæplega upprunalegt, þar sem Píus XI hefði ekki sest á páfastól og tekið sér embættisheiti fyrr en fimm árum eftir að María vitraðist börnunum. Þá hefði Píus XI látist árið 1938, árið áður en Evrópumenn miða við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar, þótt vissulega hafi hernaður Japana í Kína hafist fyrir þann tíma. Þessi örlitla ónákvæmni varðandi valdatíma páfans breytti litlu um áhuga almennings. Sérstaka forvitni vakti að Lúcia Santos sagði frá tilvist þriðju spásagnarinnar, sem ekki væri tímabært að upplýsa um að sinni. Að ósk portúgalsks biskups lét hún þó að lokum til leiðast, skrifaði spásögnina niður og lét kirkjunni í hendur sem að lokum sendi hana til Vatíkansins árið 1957.Leyndarmál í Vatíkaninu Í Páfagarði klóruðu menn sér í kollinum yfir hvað gera skyldi við hina dularfullu þriðju spásögn. Skiptar skoðanir voru meðal sérfræðinga kirkjunnar, þar sem sumir vildu gera sem minnst úr vitrunum af þessu tagi og töldu þær fremur liggja á sviði dulspeki en góðrar og gildrar guðfræði. Nokkrir háttsettir kennimenn fengu að kynna sér efni spásagnarinnar, þar á meðal kardinálinn Joseph Ratzinger, sem síðar varð Benedikt XVI. Niðurstaða þeirra varð sú að ekki væri skynsamlegt að upplýsa um efni hennar og var yfirlýsing þess efnis gefin út árið 1960. Eins og vænta mátti varð leyndarhjúpurinn aðeins til þess að æsa upp forvitni fólks. Hvers kyns samsæriskenningar tóku að skjóta upp kollinum varðandi það hvaða safaríka leyndarmál spásögnin hefði að geyma. Hölluðust ýmsir að því að hún fæli í sér upplýsingar um siðspillingu innan kirkjunnar, sem teygði sig allt til æðstu embættismanna hennar og það væri skýringin á tregðu Páfagarðs til að birta skjalið. Aðrir töldu að heilög María hefði með spásögn sinni upplýst um heimsendi sem væri í nánd, en kirkjuyfirvöld þyrðu ekki að segja frá því. Meðal þeirra sem þráðu að fá að vita efni þriðju spásagnarinnar var ástralskur maður, Laurence James Downey að nafni. Þann annan maí 1981 rændi hann farþegaþotu írska flugfélagsins Air Lingus með því að hella yfir sig bensíni, ryðjast inn í stjórnklefann og hóta að kveikja í sér. Krafa hans var sú að vélinni yrði flogið til Íran og gíslarnir yrðu ekki látnir lausir fyrr en páfinn upplýsti um efni spádómsins. Þessi óvenjulega rannsóknaraðferð reyndist árangurslaus og ræninginn var yfirbugaður á frönskum flugvelli. Jóhannes Páll páfi II lét ekki undan hótunum ástralska flugræningjans, en fáeinum dögum síðar – nánar tiltekið þann þrettánda maí 1981 – gerðust afdrifaríkir atburðir sem honum tengdust og áttu eftir að hafa mikil áhrif á þessa sögu. Þann dag var páfa sýnt banatilræði, þegar tyrkneskur hægriöfgamaður skaut hann með fjórum byssukúlum á Péturstorginu í Róm. Páfi lifði af árásina og vakti mikla athygli þegar hann fyrirgaf árásarmanni sínum og átti síðar eftir að hitta hann á fundi. Árið 2000 lýsti Jóhannes Páll II því yfir að þriðja spásögnin frá Fátima hefði þegar ræst, með morðtilræðinu árið 1981. Í tengslum við það birti Vatíkanið textann í heild sinni, sem var heldur ruglingslega orðuð sýn um fallna borg, þar sem páfinn sjálfur væri myrtur af hópi hermanna með byssukúlum og örvum. Óhætt er að segja að opinberun þessi hafi valdið mörgum vonbrigðum, þar sem búist hafði verið við safaríkari spádómi. Sumir áhugamenn um samsæriskenningar voru snöggir að hafna tilkynningu Páfagarðs sem fölsun og tilraun til að fela eitthvert stórkostlegt leyndarmál. Aðrir féllust á að texti spásagnarinnar væri réttur en höfnuðu túlkuninni. Bent var á að spásögn Maríu gerði ráð fyrir að leiðtogi kaþólsku kirkjunnar væri drepinn í Róm, en Jóhannes Páll II hefði jú einungis særst í tilræðinu. Því kæmi aðeins tvennt til greina: að spádómurinn hefði ekki enn komið fram eða að hann vísaði til annarra atburða, nánar tiltekið til dauða Jóhannesar Páls I á árinu 1978 eftir aðeins 33 daga í embætti. Hafa lengi verið uppi sögur um að andlát hans hafi borið að með óeðlilegum hætti, en það er önnur saga.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira