Einn lét lífið á Everest í dag og annar er týndur Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 14:58 Everest fjall. Vísir/AFP Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið. Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Bandarískur fjallgöngumaður lét lífið á leið upp Everest fjall í dag. Þá týndist indverskur maður á fjallinu í gær. Alls er staðfest að þrír haf látið lífið á einum mánuði. Eins og kunnugt er fór Vilborg Arna Gissurardóttir á topp fjallsins nú í nótt. Sá sem lét lífið í dag hét Roland Yearwood. Hann var 50 ára gamall og frá Alabama. Hann dó í um 8.400 metra hæð en ekki liggur fyrir við hvaða aðstæður hann lét lífið, né hvort hann var á leið upp eða niður fjallið. Hann var í 16 manna teymi. Hinn 26 ára gamli Ravi Kumar týndist í gær á svipuðum slóðum og Yearwood lét lífið. Hann varð viðskila við leiðsögumann sinn. Samkvæmt Reuters eru þrír sjerpar að leita hans á fjallinu. Þann 30. apríl lést svissneski klifurgarpurinn Ueli Steck, sem var þekktur sem „Svissneska vélin“. Hann er sagður hafa fallið. Fyrr í þessum mánuði lést svo 85 ára gamall maður frá Nepal sem ætlaði sér að setja met og verða elsti maðurinn sem hefði komist á tind þessa hæsta fjalls heims. Yfirvöld í Nepal hafa veitt 371 fjallgöngumanni/konu leyfi til þess að fara á tind Everest á þessu tímabili, sem lýkur í þessum mánuði.Hillary-þrepið hruniðFyrr í vikunni staðfesti fjallgöngumaðurinn Tim Mosedale að Hillary-þrepið svokallaða hefði hrunið í jarðskjálftanum 2015. Fjallgöngumenn hefur grunað það frá því í fyrra, en snjór kom í veg fyrir að það gæti verið staðfest. Um er ræða nærri tólf metra háan klettavegg sem var nærri toppi fjallsins. Hann var skírður eftir Edmund Hillary, sem var fyrsti maðurinn til að klífa hann árið 1953. Talið er að hruni Hillary-þrepsins muni gera fjallgöngumönnum auðveldara að fara yfir svæðið, en hins vegar gæti það reynst hættulegra þar sem auðveldara verði að festast þar. Hér má sjá myndband af fjallgöngumönnum klifra upp Hillary-þrepið.
Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45 Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Vilborg Arna tókst að láta langþráðan draum sinn rætast. 21. maí 2017 11:45
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Faldi sig í helli eftir að hafa reynt að klifra Everest án leyfis Karlmaður er í haldi yfirvalda í Nepal eftir að hann gerði tilraun til þess að klífa Everest, hæsta fjall veraldar, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Hann segir að komið hafi verið fram við sig eins og morðingja. 9. maí 2017 13:04