Ponzinibbio hræðist ekki Gunnar Nelson: Ég hef kraft til að rota hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2017 09:45 Santiago Ponzinibbio er á hraðferð upp metorðalistann. vísir/getty Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio. MMA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Argentínski bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er hvergi banginn fyrir bardagann á móti Gunnari Nelson í Glasgow þann 16. júlí en bardagi þeirra verður aðalatriðið á UFC Fight Night 113. Gunnar Nelson vonaðist eftir bardaga á móti einum af þeim bestu eftir tvo sannfærandi sigra á Albert Tumenov og nú síðast Alan Jouban í mars en enginn af efstu mönnum styrkleikalistans var laus. Ponzinibbio er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í veltivigtinni og komst inn á styrkleikalistann í fyrsta sinn þegar hann var síðast gefinn út. Argentínumaðurinn er þar í þrettánda sæti en hann er búinn að vinna sex af síðustu sjö bardögum sínum í UFC. Gunnar Nelson er í níunda sæti. „Ég bjóst við stórum bardaga. Ég er búinn að vinna fjóra í röð og þar af er ég búinn að rota tvo í fyrstu lotu og fá tvo einróma dómaraúrskuði. Ég vissi að ég fengi eitthvað stærra næst og ég er ánægður með að fá aðalbardaga kvöldsins á móti jafnflottum íþróttamanni og Gunnar Nelson. Hann sér flotta sögu innan UFC,“ segir Ponzinibbio í viðtali við MMA Fighting. Sá argentínski óttast ekki gæði Gunnars í gólfinu en það eru fáir innan UFC sem eru betri í brasilísku jiu-jitsu en Mjölnismaðurinn. „Ég veit að ég hef kraft til að rota Gunnar. Ég verð klár í fimm lotur ef þess þarf en vonandi klára ég hann fyrr. Ég mun vera með fullkomna leikaðferð,“ segir Ponzinibbio og gerir svolítið lítið úr jiu-jitsu hæfileikum Gunnars. „Þetta er MMA (blandaðar bardagalistir) ekki jiu-jitsu. Það er önnur íþrótt. Ég er með frábæra jiu-jitsu þjálfara og æfingafélaga þegar kemur að því. Ég er góður í jiu-jitsu og hef engar áhyggjur af því sem Gunnar er góður í. Ef hann gefur mér opnun þá mun ég ná honum,“ segir Santiago Ponzinibbio.
MMA Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira