Samþykktu að auka ekki framleiðslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Svartagullið mun halda áfram að flæða á sama tempói. vísir/epa Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Írak samþykktu í gær að olíuframleiðsla landsins yrði ekki aukin á næstu níu mánuðum. Aðgerðin er liður í áframhaldandi niðurskurði OPEC-ríkjanna á olíuframleiðslu. Í lok nóvember síðastliðins samþykktu OPEC-ríkin að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,2 milljónum tunna á dag. Aðgerðin hófst um áramótin og átti að vara í hálft ár. Nú hefur verið ákveðið að framlengja hana um níu mánuði. Önnur olíuríki, utan OPEC, þar á meðal Rússland, fylgdu í kjölfarið og drógu seglin saman um sem nemur 560 þúsund tunnum á dag. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að viðskiptaþvingunum gagnvart Íran var aflétt. Þá streymdu olíubirgðir Írana inn á markaðinn, framboðið rauk upp úr öllu valdi og olli því að verð lækkaði. „Ákvörðun þessi er tekin í samráði við Sádi-Arabíu. Á ríkisstjórnarfundi í dag var samþykkt að auka ekki framleiðsluna,“ sagði Jabbar al-Luay, olíumálaráðherra Íraks, á fréttamannafundi þar sem niðurstaðan var tilkynnt. Við hlið hans sat Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sáda. Fulltrúar OPEC-ríkjanna og Rússa munu hittast á fimmtudag þar sem samkomulagið verður formlega undirritað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíuverð nær fyrri hæðum Olíuframleiðendur hafa náð samkomulagi um að draga úr framleiðslu 12. desember 2016 10:46