Ætla að lækna þráhyggju á fjórum dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2017 21:00 Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira