Ætla að lækna þráhyggju á fjórum dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2017 21:00 Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tveir norskir sálfræðingar hafa þróað nýja meðferð við áráttu og þráhyggju sem á að lækna fólk á einungis fjórum dögum. Þau eru stödd hér á landi þar sem til stendur að innleiða meðferðina. Um er að ræða byltingarkennda meðferð sem byrjað var að veita á síðasta ári en nú þegar hafa yfir 500 manns fengið hana og eru í eftirfylgni. Niðurstöður sýna að 70% þátttakenda læknuðust eftir aðeins fjóra daga. Til þess að ná árangri þurfa sérfræðingar að sinna sjúklingum allan daginn á tímabilinu. Jafnt í vinnu sem í daglegu lífi. „Allir sjúklingar sem við hittum hafa reynt aftur og aftur að losna við þráhyggjuna sína en án árangurs. Við höfum séð að það er alveg nauðsynlegt að ná heilum dögum með sjúklingum og vinna mjög náið saman til að hjálpa þeim að skilja hvernig eigi að losna úr viðjum vanans," segir Bjarne Hansen, sálfræðingur og annar þeirra er standa að baki meðferðinni. „Meðferðin snýst í rauninni um það að við viljum að fólk mæti þessum þráhyggjuhugsunum á annan hátt. Við hjálpum þeim að takast á við tilfinningarnar á þeim stöðum þar sem þetta er vandamál; það gæti verið í vinnu eða heima," segir Geld Kvale, sálfræðingur sem þróaði meðferðina ásamt Bjarne. Norðmaður sem fór í meðferðina sagði norska ríkissjónvarpinu sögu sína en hann trúði meðal annars að einhver gæti kafnað þegar hann opnaði gosflösku og að ógæfa myndi dynja yfir ef hann stæði á holræsisloki. Ef hann leiddi hugann óvart að barnabörnum á því augnabliki taldi hann að þau gætu skaðast. Eftir fjögurra daga meðferð segist hann hins vegar loksins laus við þráhyggjuna. Meðferðin verður tekin upp hjá Kvíðameðferðarstöðinni í október og er fólk þegar farið að skrá sig á biðlista. „Þetta skilar svo miklu til samfélagsins af því fólk er þá kannski fært um að vinna aftur því það eru margir sem hætta að vinna út af þessu og getur þá bara notið lífsins. Fólk með þráhyggju og áráttu getur aldrei slakað á. Ekki einu sinni þegar það er heima í sófa af því sækja á það alls konar hugsanir. Það hugsar: „Ég ætti kannski að tékka á þessu eða gá að þessu eða þrífa þetta." Þannig þetta er bara kærkomin hvíld," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur og forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira