Innlent

Farþegum WOW air fjölgar um 178 prósent milli ára

Birgir Olgeirsson skrifar
Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 752 þúsund farþega en það er 178% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.
Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 752 þúsund farþega en það er 178% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður. vísir/vilhelm
WOW air flutti 218 þúsund farþega til og frá landinu í apríl eða um 173% fleiri farþega en í apríl árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 88,2% í apríl í ár sem er nálægt tveggja prósentustiga aukning á milli ára. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 243% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra.

Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 752 þúsund farþega en það er 178% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.

WOW air flýgur nú til 32 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku og nýlega bættist Asía við en frá og með haustinu verður flogið til Tel Aviv fjórum sinnum í viku.


Tengdar fréttir

Flugmenn uppseldir á Íslandi

Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×