Erlend rútufyrirtæki séu að gera út af við rekstur innlendra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Erlend rútufyrirtæki bjóða ferðamönnum sem þessum ferðir á mun lægra verði en innlend. vísir/pjetur Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Erlend fyrirtæki sem bjóða upp á afar ódýrar rútuferðir eru að gera út af við rekstur innlendra fyrirtækja. Þetta er mat Magnúsar H. Valdimarssonar, eiganda Time Tours. „Áttatíu prósent af okkar starfsemi eru að keyra kínverska ferðamenn en það gengur illa þegar það er verið að bjóða ferðir sem kosta nánast þriðjung af því sem við getum boðið,“ segir Magnús. Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), hafa erlend fyrirtæki verið að koma hingað í auknum mæli og bjóða erlendum aðilum, til að mynda ferðaskrifstofum, ódýrari þjónustu en íslensk fyrirtæki geta boðið.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.vísir/vilhelm„Þau borga laun í samræmi við það sem tíðkast í þeirra heimalöndum, oftast í Austur-Evrópu. Þau eru talsvert lægri en hér á landi. Fyrirtækin greiða heldur ekki virðisaukaskatt eins og þeim ber að gera og skrá sig ekki á virðisaukaskattskrá. Það er mjög víða pottur brotinn í þessum málum,“ segir Gunnar Valur. Undir þetta tekur Magnús. „Við höfum verið að heyra það út undan okkur að þessir bílstjórar séu að fá á milli fjögur og sex þúsund krónur á dag í laun.“ Gunnar Valur segir að SAF og aðilar vinnumarkaðarins hafi verið að benda stjórnvöldum á þessa hnökra. Stjórnvöld séu hins vegar ekki að takast á við vandann með afgerandi hætti. „Nú veit ég þó að þær stofnanir sem málið snýr að, tollurinn, ríkisskattstjóri, lögreglan og Vinnumálastofnun, eru að ráða ráðum sínum. Það skal ekki tekið af þeim og það er mjög ánægjulegt að þær séu að gera það.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vandann fara vaxandi. „Við erum að sjá þetta spretta upp í rútubílaakstri. Bílstjórinn nýtur engra þeirra kjara sem hann á að gera samkvæmt kjarasamningum og reglum hér. Það er okkar tilfinning að þetta hafi vaxið mjög mikið.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira