Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2017 12:30 Button kitlar aftur pinnann um helgina. Vísir/Getty Mónakókappaksturinn í Formúlu 1, sem fer fram á sunnudag, verður í beinni útsendingu og ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport, sem og æfingar og tímatökurnar á morgun. Keppnin í Mónakó er ein sú stærsta á hverju keppnistímabili og hefur verið haldin árlega síðan 1929. Keppt er á götum borgarinnar og þykir brautin ein sú erfiðasta í heimi. Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í fyrra en Bretinn hefur í ár unnið tvær af fyrstu fimm keppnum tímabilsins og er í öðru sæti stigakeppni ökuþóra, sex stigum á eftir hinum þýska Sebastian Vettel, ökuþór Ferrari. Jenson Button snýr aftur í Formúluna um helgina en hann hætti eftir keppnistímbilið í fyrra. Button kemur inn í lið McLaren fyrir aðeins þessa einu keppni en hann er að leysa Fernando Alonso af á meðan Spánverjinn keppir í Indianapolis 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Button bar sigur úr býtum í Mónakó fyrir átta árum síðan og var tólfti fljótasti á æfingum í gær. Beinar útsendingar frá Mónakó hefjast klukkan 08.55 á laugardagsmorgun en þá fer fram lokaæfingin fyrir tímatökurnar, sem hefjast klukkan 11.50. Útsending frá keppninni sjálfri á sunnudag hefst klukkan 11.30. Formúla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mónakókappaksturinn í Formúlu 1, sem fer fram á sunnudag, verður í beinni útsendingu og ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport, sem og æfingar og tímatökurnar á morgun. Keppnin í Mónakó er ein sú stærsta á hverju keppnistímabili og hefur verið haldin árlega síðan 1929. Keppt er á götum borgarinnar og þykir brautin ein sú erfiðasta í heimi. Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í fyrra en Bretinn hefur í ár unnið tvær af fyrstu fimm keppnum tímabilsins og er í öðru sæti stigakeppni ökuþóra, sex stigum á eftir hinum þýska Sebastian Vettel, ökuþór Ferrari. Jenson Button snýr aftur í Formúluna um helgina en hann hætti eftir keppnistímbilið í fyrra. Button kemur inn í lið McLaren fyrir aðeins þessa einu keppni en hann er að leysa Fernando Alonso af á meðan Spánverjinn keppir í Indianapolis 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Button bar sigur úr býtum í Mónakó fyrir átta árum síðan og var tólfti fljótasti á æfingum í gær. Beinar útsendingar frá Mónakó hefjast klukkan 08.55 á laugardagsmorgun en þá fer fram lokaæfingin fyrir tímatökurnar, sem hefjast klukkan 11.50. Útsending frá keppninni sjálfri á sunnudag hefst klukkan 11.30.
Formúla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira