Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2017 18:15 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is. Formúla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is.
Formúla Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira