Slógu í gegn með söngleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2017 10:30 Söngleikurinn gerist um borð í skemmtiferðaskipi og fjallar um ástir og örlög farþeganna. Mynd/James Kennedy Leiklistarlífið blómstrar hér á Skagaströnd þessa dagana. Sýningin Allt er nú til sló í gegn þannig að við bættum við aukasýningum,“ segir Ástrós Elísdóttir sem er að ljúka öðrum vetri sem kennari í leiklist við Höfðaskóla. „Af 31 krakka í unglingadeild völdu 24 leiklist sem valfag. Auk þess bættust þrír við á lokasprettinum.“ Í fyrra setti Ástrós upp Mamma mia! með unglingunum í Höfðaskóla, í harðri samkeppni við Borgarleikhúsið. „Ég vann í Borgarleikhúsinu áður en ég kom hingað og fékk handritið eftir Þórarin Eldjárn lánað, stytti og breytti. Nú fannst mér Anything goes, með tónlist eftir Cole Porter, henta langbest en sá söngleikur hefur aldrei verið settur upp hér á landi og ég sótti um sýningar- og þýðingarrétt til Bandaríkjanna,“ segir Ástrós sem þýddi verkið og breytti textunum þannig að þeir yrðu sönghæfir.„Nemendur voru mjög metnaðarfullir og duglegir og leikmynd sem Trésmiðja Helga Gunnars setti upp með krökkunum var glæsileg. Svo hjálpuðumst við að með hár og förðun, krakkarnir voru nýbúnir að keppa í Stíl, á vegum Samfés, þar sem þeir tóku 1. sætið fyrir förðun,“ segir hún. Ástrós var í söngsveitinni Rokklingunum sem barn. Nú er hún leikhúsfræðingur, lærður leiðsögumaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist – með vinnunni. Hún kveðst engin tengsl hafa haft við Skagaströnd áður en hún flutti þangað. „Maðurinn minn er sjávarlíffræðingur og fékk góða vinnu hér þannig að við slógum til. Nú eigum við átta mánaða barn og faðirinn var í fæðingarorlofi meðan mesta törnin var hjá mér með unglingunum.“ Skagaströnd Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Leiklistarlífið blómstrar hér á Skagaströnd þessa dagana. Sýningin Allt er nú til sló í gegn þannig að við bættum við aukasýningum,“ segir Ástrós Elísdóttir sem er að ljúka öðrum vetri sem kennari í leiklist við Höfðaskóla. „Af 31 krakka í unglingadeild völdu 24 leiklist sem valfag. Auk þess bættust þrír við á lokasprettinum.“ Í fyrra setti Ástrós upp Mamma mia! með unglingunum í Höfðaskóla, í harðri samkeppni við Borgarleikhúsið. „Ég vann í Borgarleikhúsinu áður en ég kom hingað og fékk handritið eftir Þórarin Eldjárn lánað, stytti og breytti. Nú fannst mér Anything goes, með tónlist eftir Cole Porter, henta langbest en sá söngleikur hefur aldrei verið settur upp hér á landi og ég sótti um sýningar- og þýðingarrétt til Bandaríkjanna,“ segir Ástrós sem þýddi verkið og breytti textunum þannig að þeir yrðu sönghæfir.„Nemendur voru mjög metnaðarfullir og duglegir og leikmynd sem Trésmiðja Helga Gunnars setti upp með krökkunum var glæsileg. Svo hjálpuðumst við að með hár og förðun, krakkarnir voru nýbúnir að keppa í Stíl, á vegum Samfés, þar sem þeir tóku 1. sætið fyrir förðun,“ segir hún. Ástrós var í söngsveitinni Rokklingunum sem barn. Nú er hún leikhúsfræðingur, lærður leiðsögumaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist – með vinnunni. Hún kveðst engin tengsl hafa haft við Skagaströnd áður en hún flutti þangað. „Maðurinn minn er sjávarlíffræðingur og fékk góða vinnu hér þannig að við slógum til. Nú eigum við átta mánaða barn og faðirinn var í fæðingarorlofi meðan mesta törnin var hjá mér með unglingunum.“
Skagaströnd Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira