Færeyingar finna þefinn af olíunni Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2017 20:15 Færeyingar hafa sett í gang fjórða olíuleitarútboðið í sögu eyjanna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar hafa níu olíubrunnar verið boraðir í lögsögu Færeyja en aðeins fundist vottur af olíu til þessa. Þrjú ár eru liðin frá því síðast var borað eftir olíu við Færeyjar en norska félagið Statoil lagði þá tugi milljarða króna í að bora tvo brunna sem báðir reyndust þurrir. En þrátt fyrir þau vonbrigði hafa færeysk stjórnvöld ekki gefist upp og í síðustu viku lýsti utanríkis- og atvinnumálaráðherrann, Poul Michelsen, því formlega yfir að fjórða olíuleitarútboð Færeyinga væri hafið.Poul Michelsen, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja.Mynd/Jan Müller.Við það tækifæri fengu viðstaddir að þefa af borkjörnum sem komið hafa upp í fyrri borunum til sannindamerkis um að þar sé olíu að finna, þótt enn sem komið er hafi hún ekki fundist í vinnanlegu magni. Það sem rekur færeysk stjórnvöld áfram eru gas- og olíulindir sem fundist hafa norðan Skotlands á landgrunni Hjaltlandseyja en sumar þeirra eru rétt við lögsögumörk Færeyja. Brunnarnir níu voru allir boraðir suðaustur af Færeyjum, sá fyrsti fyrir sautján árum.Þefað af olíunni. Borkjarnasýni úr landgrunni Færeyja staðfesta að þar er olía.Mynd/Jan Müller.Þótt engin olíulind hafi enn fundist hefur olíuleitin leitt til þess að Færeyingar hafa byggt upp umtalsverða þjónustustarfsemi í kringum olíuiðnað, en þar njóta þeir nálægðar við borpallana í Norðursjó og Noregshafi. Rifja má upp að einn stærsti borpallur heims var fyrir þremur árum í viðamikilli klössun í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík. Hvort olíufélög heims hafi enn áhuga á færeyska landgrunninu kemur í ljós í febrúar á næsta ári.Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014. Þar er þjónustumiðstöðin í Rúnavík.Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyingar hafa sett í gang fjórða olíuleitarútboðið í sögu eyjanna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar hafa níu olíubrunnar verið boraðir í lögsögu Færeyja en aðeins fundist vottur af olíu til þessa. Þrjú ár eru liðin frá því síðast var borað eftir olíu við Færeyjar en norska félagið Statoil lagði þá tugi milljarða króna í að bora tvo brunna sem báðir reyndust þurrir. En þrátt fyrir þau vonbrigði hafa færeysk stjórnvöld ekki gefist upp og í síðustu viku lýsti utanríkis- og atvinnumálaráðherrann, Poul Michelsen, því formlega yfir að fjórða olíuleitarútboð Færeyinga væri hafið.Poul Michelsen, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja.Mynd/Jan Müller.Við það tækifæri fengu viðstaddir að þefa af borkjörnum sem komið hafa upp í fyrri borunum til sannindamerkis um að þar sé olíu að finna, þótt enn sem komið er hafi hún ekki fundist í vinnanlegu magni. Það sem rekur færeysk stjórnvöld áfram eru gas- og olíulindir sem fundist hafa norðan Skotlands á landgrunni Hjaltlandseyja en sumar þeirra eru rétt við lögsögumörk Færeyja. Brunnarnir níu voru allir boraðir suðaustur af Færeyjum, sá fyrsti fyrir sautján árum.Þefað af olíunni. Borkjarnasýni úr landgrunni Færeyja staðfesta að þar er olía.Mynd/Jan Müller.Þótt engin olíulind hafi enn fundist hefur olíuleitin leitt til þess að Færeyingar hafa byggt upp umtalsverða þjónustustarfsemi í kringum olíuiðnað, en þar njóta þeir nálægðar við borpallana í Norðursjó og Noregshafi. Rifja má upp að einn stærsti borpallur heims var fyrir þremur árum í viðamikilli klössun í þjónustumiðstöðinni í Rúnavík. Hvort olíufélög heims hafi enn áhuga á færeyska landgrunninu kemur í ljós í febrúar á næsta ári.Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014. Þar er þjónustumiðstöðin í Rúnavík.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30 Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30 Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00
Færeyingar fríska upp á olíuborpall Einn stærsti olíuborpallur heims, risapallurinn West Hercules, hefur undanfarinn mánuð verið í viðamikilli klössun í Færeyjum. 21. september 2014 13:30
Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, 4. júní 2012 11:30
Vonbrigði í Færeyjum Vottur af kolvetnum var staðfestur en ekki í vinnanlegu magni, segir í tilkynningu Jarðfeingis, orkustofnunar Færeyja í dag, um nýjustu olíuborun við eyjarnar. 15. ágúst 2014 15:15