Gott mál að spítalinn fái stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Birgir Jakobsson, Landlæknir vísir/stefán Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira