Dúx Verzlunarskólans: „Ég var alls ekki alltaf að læra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 16:15 Katarina Kekic útskrifaðist af viðskiptafræðibraut Verzlunarskóla Íslands í gær með 9,23 í meðaleinkunn. Vísir/Aðsent „Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn. Dúxar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn.
Dúxar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira