Íslenski boltinn

Gummi Ben ánægður með markið sitt frá 1995 og má líka vera það | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gamla markið er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar.

Markið sem varð fyrir valinu í þætti gærkvöldsins er orðið 22 ára gamalt en það skoraði þáttarstjórnandi í 2-2 jafntefli KR og FH á Kaplakrikavellinum 26. júlí 1995. Mihajlo Bibercic gaf stoðsendinguna á Guðmundur en Bibercic skoraði hitt mark KR-inga í leiknum eftir að Guðmundur hafði fiskað víti.

„Bibercic leggur hann á Benediktsson og hann smellir honum þarna í fjær. Þetta er vel valið mark hjá tölvunni. Geggjaðir búningar líka,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón.

„Stebbi Arnars, sem var að verða Íslandsmeistari með Framstúlkunum, átti ekki séns í markinu. Fullkomið mark nánast,“ sagði Gummi Ben.

Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsímarkanna, skoraði annað mark FH í þessum leik og kom þá FH yfir í 2-1 áður en Biberic jafnaði úr vítaspyrnu.

Í spilaranum fyrir ofan má sjá þetta geggjaða mark Gumma Ben frá því júlímánuði fyrir rúmum tveimur áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×