Óttast að aðrir taki upp vinnubrögð Primera Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Þessi vél Primera Air fór út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Primera Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera Air frá 15. september næstkomandi. „Maður vonar að sjálfsögðu ekki en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er náttúrulega fyrirbyggjandi aðgerð til að standa vörð um réttindi flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Flugfreyjufélagsins, aðspurð um hvort hún óttist að önnur flugfélög taki upp vinnubrögð Primera Air. Framboðslisti Berglindar fékk um 80 prósent atkvæða í kosningum í upphafi mánaðar.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍPrimera Air flýgur til og frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Flýgur það fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og eru flugfreyjur og flugþjónar þess flest frá Lettlandi. Starfsmennirnir eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og eru laun þeirra langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér. Kemst flugfélagið upp með það þar sem áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og eru meðlimir áhafnar verktakar. „Raunveruleikinn er sá að þetta vandamál er komið til Íslands. Við reynum að senda skýr skilaboð og koma með öllum mögulegum hætti í veg fyrir þetta,“ segir Berglind. Hún segir það hafa verið skýra kröfu af hálfu Flugfreyjufélagsins í tvö ár að gerður verði kjarasamningur á milli Primera Air og starfsmanna flugfélagsins. Ekki hafi verið orðið við þeim kröfum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Primera Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera Air frá 15. september næstkomandi. „Maður vonar að sjálfsögðu ekki en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er náttúrulega fyrirbyggjandi aðgerð til að standa vörð um réttindi flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Flugfreyjufélagsins, aðspurð um hvort hún óttist að önnur flugfélög taki upp vinnubrögð Primera Air. Framboðslisti Berglindar fékk um 80 prósent atkvæða í kosningum í upphafi mánaðar.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍPrimera Air flýgur til og frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Flýgur það fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og eru flugfreyjur og flugþjónar þess flest frá Lettlandi. Starfsmennirnir eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og eru laun þeirra langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér. Kemst flugfélagið upp með það þar sem áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og eru meðlimir áhafnar verktakar. „Raunveruleikinn er sá að þetta vandamál er komið til Íslands. Við reynum að senda skýr skilaboð og koma með öllum mögulegum hætti í veg fyrir þetta,“ segir Berglind. Hún segir það hafa verið skýra kröfu af hálfu Flugfreyjufélagsins í tvö ár að gerður verði kjarasamningur á milli Primera Air og starfsmanna flugfélagsins. Ekki hafi verið orðið við þeim kröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira