Lífið

Oftast reynst okkur betur að vera með Dönum og Norðmönnum í riðli

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
„Ég er bara mjög miður mín og Svala átti fullkomlega skilið að fara áfram og í raun hef ég aldrei verið eins viss um að við kæmumst áfram,“ segir Hildur Tryggvadóttir Flóvens, ritstjóri FÁSES.is, eftir fyrra undanúrslitakvöldið í Kænugarði í gærkvöldi. Svala Björgvinsdóttir féll úr keppni í gær og kemur ekki fram á úrslitakvöldinu.

„Þó stóðu sig alveg frábærlega og mér fannst Svala svolítið afgerandi á sviðinu í kvöld, en meira er ekki hægt að gera og við verðum bara að sætta okkur við það og finna eitthvað annað land til að halda með núna.“

Hildur segir að það sé í raun aldrei hægt að segja hver sé ástæðan fyrir svona niðurstöðu í Eurovision,

„Þetta snýst allt um í hvaða stuði er Evrópa á þessu kvöldi sem við erum að keppa á. Í kvöld var hún greinilega í stuði fyrir eitthvað annað og þá bara sitjum við eftir og þurfum að sætta okkur við það. Það eina sem er hægt að stóla á er að maður veit ekki neitt þegar kemur að Eurovision.“

Hildur segir að hún hafi ekki beint orðið var við mikla pólitík í okkar riðli, fyrir utan kannski milli Grikklands og Kýpur. Þetta er þriðja árið í röð sem Íslands kemst ekki áfram upp úr undanúrslitunum.

„Þeir gefa alltaf hvort öðrum tólf stig, en ég á kannski eftir að skoða þetta aðeins betur, hvort það sé eitthvað munstur í þessari niðurstöðu. Það hefur oft verið þannig að Noregur og Danmörk gefa okkur oftar sig heldur en Svíþjóð og Finnland og núna vorum við með Svíþjóð og Finnlandi í þessum riðli.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.