Hjón dæmd til að selja íbúð sína í Grafarvogi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Pjetur Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér. Dómsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira
Hjónum í Grafarvogi hefur verið gert að selja úbúð sína á 34 milljónir króna og afhenda hana sem fyrst, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Töldu þau sig geta rift kauptilboði sem þau höfðu samþykkt, vegna hugsanlegra vanefnda kaupenda. Settu þau íbúð sína í Grafarvogi á sölu í maí á síðasta ári og fengu tilboð í hana upp á 32,5 milljónir króna. Gerðu þau gagntilboð upp á 34 milljónir króna sem var samþykkt. Tilboðin voru samþykkt með fyrirvara um að kaupendur stæðust greiðslumat innan fimmtán daga virkra daga, sem þau og gerðu. Söluyfirliti íbúðarinnar fylgdi yfirlýsing frá húsfélaginu um væntanlegar framkvæmdir á húsinu og innistæðu húsfélagsins fyrir þeim. Afhenda átti íbúðina 1. september á síðasta ári.Töldu yfirlýsingu frá húsfélagi ranga Kaupendunum varð þó þess áskynja skömmu eftir að gagntilboðið var samþykkt að líklega væri umrædd yfirlýsing húsfélagsins röng. Óskuðu kaupendurnur eftir nýrri yfirlýsingu. Töldu kaupendurnir líklegt að aukinn kostnaður myndi falla á þá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu þau því fá upplýsingar um hvort og þá hvernig seljendur myndu koma til móts við þau vegna þess. Ekki var brugðist við þeirri beiðni. Boðað var til undirritunar kaupsamnings í júlí síðastliðnum og óskuðu kaupendur eftir því að fyrri yfirlýsing húsfélagsins myndi standa. Var þó tekið fram að þau teldu að hægt væri að leysa þennan ágreining á farsælan hátt. Lögmaður fasteignasölunnar sem annaðist söluna lét kaupendur hins vegar vita að ekki yrði af sölunni nema þau myndu samþykkja hina nýju yfirlýsingu. Sama dag fengu þau tölvupóst um að seljendur hefðu hætt við söluna vegna þess að þau höfðu ekki fengið afgerandi svar um hvort kaupendur myndu selja seinni húsfélagsyfirlýsinguna. Við þetta gátu kaupendur ekki sætt sig og töldu að kaupsamningurinn væri bindandi þar sem skriflegt tilboð hafði verið samþykkt. Seljendur töldu aftur að móti að sér væri heimilt að rifta kaupsamningnum, ekki væri rétt að undirrita kaupsamning sem væri byggður á röngum upplýsingum í söluyfirliti.Taldi ástæðu riftunar vera þá að seljendur vildu ekki raska heimilislífinu Dómari féllst ekki á þessa röksemd seljenda. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að þeim hafi ekki verið heimilt að rifta kaupsamningnum. Þar kemur einnig fram að háttsemi þeirra bendi eindregið til þess að þau hafi hafi einfaldlega talið sig geta hætt við að selja íbúð sína. Þar kemur einnig fram að fenginn hafi verið lögmaður til þess að miðla málum. Í vitnisburði hans fyrir dómi kom fram að ástæða þess að seljendurnir hættu við að selja hafi verið sú að farið var að nálgast skóla hjá börnum þeirra og sala undir haust hefði þýtt röskun fyrir heimilislífið. Svipaða sögu sagði fasteignasali fyrir dómi sem sagði að seljendurnir hafi ekki viljað segja börnum sínum frá sölu eignarinnar. Var hjónunum gert að afhenda kaupendunum fasteignina sem um ræðir eins fljótt og auðið er, aflétta öllum veðskuldum af eigninni og gefa út afsal fyrir henni til kaupenda, allt gegn greiðslu 34 milljóna króna. Þá þurfa þau einnig að greiða kaupendunum 850 þúsund krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms Reykjavíkur hér.
Dómsmál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Sjá meira