Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2017 11:18 Robin og Christian eru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir hafa alltaf efast um sekt sína. Skjáskot SVT Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Sjá meira
Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Sjá meira