Erlent

Norskur prins „dab-aði“ á svölum hallarinnar í átt­ræðis­af­mæli konungs og drottningar

Atli Ísleifsson skrifar
Sverrir Magnús prins er greinilega mikill grallari.
Sverrir Magnús prins er greinilega mikill grallari. Vísir/AFP

Norski prinsinn Sverrir Magnús vakti athygli á svölum norsku konungshallarinnar í gær þegar hann ákvað að „dab-a“ þar sem verið var að halda upp á áttræðisafmæli Haralds fimmta Noregskonungs og Sonju drottningar, ömmu og afa Sverris Magnúsar.



Á myndbandi sem náðist af atvikinu mátti sjá Sverri Magnús hvetja systur og frændsystkini sín að fylgjast með sér áður en hann tók svo snögga dab-hreyfingu.



Sverrir Magnús er yngra barn Hákonar krónprins og Mette-Marit. Hann er ellefu ára gamall.



Dab-ið er danshreyfing sem hefur notið talsverðra vinsælda á síðustu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×