Glæsilegir síðkjólar í rigningunni í Osló Ritstjórn skrifar 11. maí 2017 15:15 Glamour/Getty Norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, blésu til heljarinnar fögnuðar í Osló í gær í tilefni af 80 ára afmæli sínu. Konungsfólk frá allri Evrópu fjölmenntu, að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi. Íslensku forsetahjónin, Guðni og Elíza létu sig ekki vanta og tóku sig vel út á rauða dreglinum, þrátt fyrir að úrhellisrigning setti strik í reikninginn. Allir löbbuðu því inn með glærar regnhlífar til að skýla sig fyrir regndropunum. Litagleðin var allsráðandi hjá prinsessunum - skoðum kjólana. Guðni og Elíza voru stórglæsileg bæði tvö.Sænska krónprinsessan Viktoría var í blómakjól frá sænska merkinu Acne.Mary, krónprinsessa Danmerkur var í kjól frá Erdem og Friðrik krónprinsinn var í dökkbláum smókingjakka.Sænski prinsinn Karl Filipp ásamt eiginkonu sinni Sofiu sem er barnshafandi en hún var í kjól frá bandaríska hönnuðinum Alexis Barbara.Hollensku konungshjónin, Maxima og Willem-Alexander, lentu í smá basli með regnhlífina en það kom ekki að sök.Norska prinsessan, Märtha Louise, var í fagurgrænum kjól frá norska hönnuðinum Ingunn Birkeland.Norska krónprinsparið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, hún var í dökkbláum kjól frá Marte Krogh. Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Stjörnurnar létu í sér heyra í kvennagöngunni Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Klassík sem endist Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour
Norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, blésu til heljarinnar fögnuðar í Osló í gær í tilefni af 80 ára afmæli sínu. Konungsfólk frá allri Evrópu fjölmenntu, að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi. Íslensku forsetahjónin, Guðni og Elíza létu sig ekki vanta og tóku sig vel út á rauða dreglinum, þrátt fyrir að úrhellisrigning setti strik í reikninginn. Allir löbbuðu því inn með glærar regnhlífar til að skýla sig fyrir regndropunum. Litagleðin var allsráðandi hjá prinsessunum - skoðum kjólana. Guðni og Elíza voru stórglæsileg bæði tvö.Sænska krónprinsessan Viktoría var í blómakjól frá sænska merkinu Acne.Mary, krónprinsessa Danmerkur var í kjól frá Erdem og Friðrik krónprinsinn var í dökkbláum smókingjakka.Sænski prinsinn Karl Filipp ásamt eiginkonu sinni Sofiu sem er barnshafandi en hún var í kjól frá bandaríska hönnuðinum Alexis Barbara.Hollensku konungshjónin, Maxima og Willem-Alexander, lentu í smá basli með regnhlífina en það kom ekki að sök.Norska prinsessan, Märtha Louise, var í fagurgrænum kjól frá norska hönnuðinum Ingunn Birkeland.Norska krónprinsparið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, hún var í dökkbláum kjól frá Marte Krogh.
Mest lesið Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Stjörnurnar létu í sér heyra í kvennagöngunni Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Dóttir Michael Jackson er forsíðufyrirsæta Harper's Bazaar Glamour Klassík sem endist Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour