Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2017 10:22 Tölvuárásin var gerð í 99 löndum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00