Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2017 10:22 Tölvuárásin var gerð í 99 löndum. Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017 Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Tölvuárásir voru gerðar víðsvegar um heim í gær og var hugbúnaður notaður til þess að taka þúsundir tölva í gíslingu. Árásirnar hafa nú þegar haft áhrif á líf þúsunda. Breska heilbrigðiskerfið, NHS, hefur meðal annars verið í lamasessi vegna árásinnar.Sjá einnig: Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Þetta vitum við um tölvuárásirnar og hefur verið tekið saman á vef Guardian:Árásin hófst í gær, föstudag og má rekja til hóps sem kallar sig Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA, þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna og hafa nýtt það við þessa árás.Hugbúnaðurinn sem notaður er læsir tölvum notenda og er þess krafist að notendur reiði fram 300 dollara í hinum rafræna miðli BitCoin, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, til þess að leysa tölvuna sína úr viðjum gíslatökuhugbúnaðarins. Um er að ræða netárás af áður óþekktri stærðargráðu. Greint hefur verið frá því að tölvuárásin hafi verið gerð í að minnsta kosti 99 löndum. Fregnir herma að flestar tölvur hafi sýkst í Rússlandi, Úkraínu, Indlandi og Tælandi. Nokkra daga mun taka að meta skaðann og umfang afleiðinga af árásinni. Greint hefur verið frá því að árásin hafi haft áhrif á starfsemi spítala, skóla og háskóla í Asíu, í löndum líkt og Kína, Suður-Kóreu og Japan en enn er óljóst hve miklum skaða hún hefur valdið.Seðlabanki Rússlands hefur gefið út tilkynningu að reynt hafi verið að ráðast á hugbúnaðarkerfi rússneskra banka án árangurs. Þá hefur einnig verið gerð tilraun til tölvuárása á rússnesk samgöngufyrirtæki.Breskum öryggisfræðing hefur verið hampað sem hetju eftir að hafa keypt lén sem á að slökkva á hugbúnaðinum. Breskir spítalar hafa þurft að hætta við aðgerðir vegna árásarinnar, auk þess sem ekki hefur verið hægt að nálgast gögn um sjúklinga. Tölvuöryggismálastofnun Bretlands vinnur nú að því að koma kerfum aftur upp.Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að engin gögn um sjúklinga hafi tapast í hendur tölvuþrjótanna.Þúsundir sjúklinga í Englandi og Skotlandi hafa lent í vandræðum vegna árásarinnar og hafa meðal annars foreldrar nýfæddra barna ekki getað farið með þau heim á leið vegna þess að tölvukerfi hafa legið niðri. Innanríkisráðherra Bretlands, Amber Rudd, mun halda neyðarfund í ráðuneyti sínu vegna árásarinnar síðar í dag.Uppljóstrarinn Edward Snowden, segir að árásirnar séu algjörlega á ábyrgð NSA, sem hefðu getað losað sig við umræddan hugbúnað sem nýttur var til að ráðast á spítala, áður en hann komst undir hendur tölvuþrjóta. Flutningafyrirtækið FedEx hefur lýst því yfir að árásin hafi haft áhrif á starfsemi fyrirtækisins.Bílaframleiðandinn Renault varð einnig fyrir tölvuárás en starfsemi í verksmiðjm framleiðandans í Frakklandi og í Slóveníu hefur farið úr skorðum vegna hruns tölvukerfa.Microsoft hefur gefið út sérstakan hugbúnað fyrir Windows notendur til þess að verjast árásum.Microsoft releases #WannaCrypt protection for out-of-support products Windows XP, Windows 8, & Windows Server 2003: https://t.co/ZgINDXAdCj— Microsoft (@Microsoft) May 13, 2017
Tölvuárásir Tengdar fréttir Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00