Lífið

Svala hvetur alla til að kjósa Portúgal í kvöld

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Svala er aðdáandi Salvador.
Svala er aðdáandi Salvador. vísir/benedikt bóas
Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision keppninni, styður Portúgal í kvöld á aðalkeppninni og hvetur alla til að kjósa fulltrúa Portúgal, Salvador Sobral. Þetta kemur fram á Facebook síðu Svölu.

Svala er eins og öllum er kunnugt og þarf vart að nefna dottin úr keppni og því ljóst að Íslendingar verða að velja sér annað land en Ísland til þess að halda með í kvöld.

Svala er sjálf þar á meðal og segir hún að hún sé nú í liði Portúgal. „Kjósum öll Salvador,“ segir í færslu hennar.

Nú þegar er byrjað að tala um að það sé á færi tveggja laga að sigra keppnina. Um er að ræða umrætt lag Portúgal en einnig lag Ítalíu, sem margir hafa heillast af. Veðbankar spá því að mjög lítill munur verði á stigafjölda laganna. 

Sjá einnig: Tveggja turna tal á stóra sviðinu.

Salvador hefur heillað Evrópubúa upp úr skónum með einlægum flutningi sínum á lagi systur sinnar á móðurmáli sínu. Salvador er 27 ára, glímir við hjartasjúkdóm og hefur fengið gífurlegan meðbyr síðustu daga. 

Það er ljóst að Svala okkar Björgvins hefur einnig heillast af söngvaranum knáa.


Tengdar fréttir

Tveggja turna tal á stóra sviðinu

Úrslitin í Eurovision ráðast í kvöld en sérfræðingar telja Francesco Gabbani frá Ítalíu eiga mikla möguleika. Portúgalinn Salvador Sobral er líka talinn líklegur en sá er með hjartagalla og hefur lítið getað einbeitt sér að keppninn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.