Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. Endaspretturinn var afar spennandi og allir fjórir efstu ökumennirnir áttu raunar möguleika þegar síðasta tilraun þeirra fór fram. Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari. Tölfræðin segir að fremsta rásröðin sé afar mikilvæg í Barselóna en í 23 af 26 síðustu keppnum á brautinni hefur ökumaður á fremstu rásröð unnið.Fyrsta lota Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingarinnar og tímatökunnar. Vélin virtist bila hjá Vettel um leið og hann fór út á brautina. Vettel var sagt að stöðva bílinn en hann vildi fá að koma bílnum inn á þjónustusvæðið til að hægt væri að gera við hann. Í sameiningu tókst Vettel og verkfræðingum Ferrari að stilla bílinn rétt og setja hring. Romain Grosjean snéri Haas bílnum í sinni fyrstu tilraun. Hann missti einfaldlega grip og skautaði út úr beygjunni. Hann gat þó haldið áfram og sett tíma. Í fyrstu umferð féllu úr leik; Daniil Kvyat á Toro Rosso, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Það er athyglisvert að þeir eru allir frá sitthvoru liðinu. Það er merki þess að baráttan á eftir þremur toppliðunum er ógnar hörð. Hamilton var fljótastur í lotunni og Raikkonen annar einungis 0,2 sekúndum á eftir Hamilton.Fernando Alonso gerði afar vel í að koma McLaren bílnum í þriðju lotu tímatökunnar á heimavelli sínum.Vísir/GettyÖnnur lotaKomist ökumenn áfram úr annarri lotu í þá þriðju þá hefja þeir keppnina á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Það getur því verið gott að fara mátulega sparlega með dekkin í annarri lotu. Sviptingarnar urðu gríðarlega undir lok lotunnar. Fernando Alonso kom McLaren bílnum áfram í þriðju lotuna. Þeir sem féllu úr leik í annarri lotu voru; Pascal Wehrlein á Sauber, Haas ökumennirnir, Nico Hulkenberg á Renault og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Í fyrstu tilraun þriðju lotunnar var Hamilton fljótastur en Bottas gerði stór mistök, svo hann átti inni fyrir næstu tilraun. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði. Vettel komst upp fyrir Bottas í síðustu tilrauninni en munurinn á topnum var afar lítill. Einungis 0,051 sekúnda skyldi að Hamilton og Vettel. Bein útsending frá keppninni á Spáni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15 Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. Endaspretturinn var afar spennandi og allir fjórir efstu ökumennirnir áttu raunar möguleika þegar síðasta tilraun þeirra fór fram. Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari. Tölfræðin segir að fremsta rásröðin sé afar mikilvæg í Barselóna en í 23 af 26 síðustu keppnum á brautinni hefur ökumaður á fremstu rásröð unnið.Fyrsta lota Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingarinnar og tímatökunnar. Vélin virtist bila hjá Vettel um leið og hann fór út á brautina. Vettel var sagt að stöðva bílinn en hann vildi fá að koma bílnum inn á þjónustusvæðið til að hægt væri að gera við hann. Í sameiningu tókst Vettel og verkfræðingum Ferrari að stilla bílinn rétt og setja hring. Romain Grosjean snéri Haas bílnum í sinni fyrstu tilraun. Hann missti einfaldlega grip og skautaði út úr beygjunni. Hann gat þó haldið áfram og sett tíma. Í fyrstu umferð féllu úr leik; Daniil Kvyat á Toro Rosso, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Það er athyglisvert að þeir eru allir frá sitthvoru liðinu. Það er merki þess að baráttan á eftir þremur toppliðunum er ógnar hörð. Hamilton var fljótastur í lotunni og Raikkonen annar einungis 0,2 sekúndum á eftir Hamilton.Fernando Alonso gerði afar vel í að koma McLaren bílnum í þriðju lotu tímatökunnar á heimavelli sínum.Vísir/GettyÖnnur lotaKomist ökumenn áfram úr annarri lotu í þá þriðju þá hefja þeir keppnina á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Það getur því verið gott að fara mátulega sparlega með dekkin í annarri lotu. Sviptingarnar urðu gríðarlega undir lok lotunnar. Fernando Alonso kom McLaren bílnum áfram í þriðju lotuna. Þeir sem féllu úr leik í annarri lotu voru; Pascal Wehrlein á Sauber, Haas ökumennirnir, Nico Hulkenberg á Renault og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Í fyrstu tilraun þriðju lotunnar var Hamilton fljótastur en Bottas gerði stór mistök, svo hann átti inni fyrir næstu tilraun. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði. Vettel komst upp fyrir Bottas í síðustu tilrauninni en munurinn á topnum var afar lítill. Einungis 0,051 sekúnda skyldi að Hamilton og Vettel. Bein útsending frá keppninni á Spáni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15 Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15
Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15