Hópur verkfræðinga ætlar að þróa fljúgandi bíl. Bíllinn mun styðjast við drónatækni, vera með þrjú stýri og fjögur hjól. Bíllinn verður kallaður Skydrive.
BBC greinir frá því að japanski bílaframleiðandinn Toyota muni styrkja Cartivator-hópinn, sem vinnur að þróun bílsins, um 40 milljónir jena, eða 36,8 milljónir króna. Hingað til hefur þróun bílsins verið fjármögnuð með hópfjármögnun.
Skydrive mun verða 2,9 metrar á lengd og 1,3 metrar á hæð og verða minnsti flugbíll heims. Hámarkshraðinn verður um 100 kílómetrar á klukkustund og mun bíllinn þá verða í allt að tíu metra hæð.
Vonir eru um að frumgerð af bílnum nýtist til að tendra ólympíukyndilinn þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó árið 2020.
Þróa fljúgandi bíl fyrir 2020
