Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2017 23:30 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, gengur hér fremstur í flokki. Vísir/Getty Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08