Erlent

Allt bendir til að boðað verði til nýrra kosninga í Austurríki

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn þrítugi Sebastian Kurz var um helgina kjörinn nýr formaður Þjóðarflokksins.
Hinn þrítugi Sebastian Kurz var um helgina kjörinn nýr formaður Þjóðarflokksins. Vísir/AFP
Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og nýkjörinn formaður Þjóðarflokksins, mun funda með Christian Kern Austurríkiskanslara í dag. Kurz hefur sagt að hann telji að þeir Kurz og Kern eigi saman að leggja til að boðað verði til þingkosninga í landinu.

Flokkar þeirra Kurz og Kern – Þjóðarflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn – hafa myndað saman ríkisstjórn síðustu ár, en Þjóðarflokkurinn ákvað í síðustu viku að slíta stjórnarsamstarfinu eftir margra mánaða deilur um umbótatillögur.

„Ég tel að fyrsta skrefið sé sameiginleg tillaga um nýjar kosningar,“ segir Kurz sem telur að kosningar eigi að fara fram í haust.

Kern, leiðtogi Jafnaðarmanna, sagði í gær að það verði „örugglega“ nýjar kosningar í Austurríki í haust eftir að Þjóðarflokkurinn ákvaðað slíta samstarfinu.

Varakanslarinn Reinhold Mitterlehner tilkynnti í síðustu viku að hann hugðist hætta sem leiðtogi Þjóðarflokksins og segja skilið við stjórnmál. Hinn þrítugi Kurz var um helgina kjörinn nýr formaður flokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×