Dansandi górillan er vinur Stellu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. maí 2017 08:00 Danshöfundurinn Stella Rósenkranz fylgdi Svölu út til Kænugarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira