Hvernig ætli sé að vera 17 ára íslenskur unglingur, nýkominn með bílpróf og frelsið sem fylgir menntaskólaárunum - og þurfa svo að flytja í íslamska einræðisríkið Katar? Garðari Jónassyni, fannst það ekki sniðugt.
Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækja Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður íslenska fjölskyldu sem flutti til Katar á síðasta ári. Foreldrarnir, Eygló og Jónas Grani, fengu bæði störf sem sjúkraþjálfarar og með þeim fluttu tvö af börnum þeirra, Hildur María 15 ára og Garðar 17 ára. Þau voru bæði spennt þegar þeim var tilkynnt að til stæði að flytja til Katar, en ýmislegt hafði breyst í lífi Garðars þegar þau svo loks fluttu út í ágúst í fyrra.
„Og þá var þetta eiginlega allt ómögulegt, Katar helvíti á jörð að hans áliti,“ segir Jónas Grani Garðarsson pabbi hans. “Honum fannst þetta svo mikil skerðing á frjálsræðinu heima,” útskýrir Eygló.
Það getur verið flókið að flytja milli landa með stálpaða unglinga og Garðar gafst upp á dvölinni í Katar um áramótin. Eygló segir að erfitt hafi verið að sjá á eftir 17 ára syni þeirra aftur heim til Íslands.
„Auðvitað hefðum við getað pínt hann í að vera lengur en mér fannst hann of gamall til þess. Við allavega tókum hann með, hann fékk ekkert að velja um það. Hann var látinn vera hérna í nokkra mánuði, hann fékk ekkert að velja um það heldur. Svo fékk hann frelsi.“
Eygló, Grani og dóttir þeirra Hildur eru meðal þeirra Íslendinga sem rætt er við í glænýrri þáttaröð Lóu Pind: „Hvar er best að búa?“
Í þáttunum fer Lóa ásamt tökumanni til 6 landa og 7 borga í 3 heimsálfum að heimsækja íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að prófa að búa í útlöndum. Fjórir þættir verða sýndir nú í maí en síðari hlutinn í haust.
Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumen
