THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:09 Þetta er í fyrsta sinn síðan THAAD-kerfið var virkt sem það greinir eldflaug. Vísir/AFP Eldflaugaþróun Norður-Kóreu er á meiri hraða en nágrannar þeirra í suðri höfðu gert ráð fyrir. Nú á sunnudaginn skaut einræðisríkið eldflaug á loft, sem THAAD-kerfið svokallaða greindi og er það í fyrsta sinn sem það gerist, en það var gangsett þann 1. maí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um nýjasta tilraunaskotið í dag og krafðist þess að Norður-Kórea hætti eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Han Min-koo, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu greindi þingmönnum í dag frá nýjustu vendingum og sagði tilraunaskot Norður-Kóreu á sunnudaginn hafa heppnast. Hann sagði þá eldflaug vera nýja gerð af eldflaugum sem ítrekað hefði misheppnast að skjóta á loft. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa eldflaugar og kjarnorkuvopn sem þeir geta notað til mögulegra árása á Bandaríkin. Þeir segja vopnaþróun sína þó alfarið í varnarskyni gegn árásargirni Bandaríkjanna. Þeir segja tilraunaskotið á sunnudaginn sýna fram á að þeir hafi þróað eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn. Öryggisráðið sendi í dag frá sér samhljóma yfirlýsingu um að nauðsynlegt væri að minnka spennu á svæðinu og að Norður-Kórea hætti viðleitni sinni við að koma upp kjarnorkuvopnum. Til greina kemur að herða enn frekar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvingunum var fyrst beitt árið 2006 og hafa þær verið hertar mjög síðan vegna fimm kjarnorkusprenginga í tilraunaskyni og vegna tveggja tilraunaskota langdrægna eldflauga. Norður-Kóreu hefur að undanförnu hótað sjöttu tilraunasprengingunni. Norður-Kórea Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Eldflaugaþróun Norður-Kóreu er á meiri hraða en nágrannar þeirra í suðri höfðu gert ráð fyrir. Nú á sunnudaginn skaut einræðisríkið eldflaug á loft, sem THAAD-kerfið svokallaða greindi og er það í fyrsta sinn sem það gerist, en það var gangsett þann 1. maí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um nýjasta tilraunaskotið í dag og krafðist þess að Norður-Kórea hætti eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Han Min-koo, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu greindi þingmönnum í dag frá nýjustu vendingum og sagði tilraunaskot Norður-Kóreu á sunnudaginn hafa heppnast. Hann sagði þá eldflaug vera nýja gerð af eldflaugum sem ítrekað hefði misheppnast að skjóta á loft. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa eldflaugar og kjarnorkuvopn sem þeir geta notað til mögulegra árása á Bandaríkin. Þeir segja vopnaþróun sína þó alfarið í varnarskyni gegn árásargirni Bandaríkjanna. Þeir segja tilraunaskotið á sunnudaginn sýna fram á að þeir hafi þróað eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn. Öryggisráðið sendi í dag frá sér samhljóma yfirlýsingu um að nauðsynlegt væri að minnka spennu á svæðinu og að Norður-Kórea hætti viðleitni sinni við að koma upp kjarnorkuvopnum. Til greina kemur að herða enn frekar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvingunum var fyrst beitt árið 2006 og hafa þær verið hertar mjög síðan vegna fimm kjarnorkusprenginga í tilraunaskyni og vegna tveggja tilraunaskota langdrægna eldflauga. Norður-Kóreu hefur að undanförnu hótað sjöttu tilraunasprengingunni.
Norður-Kórea Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira