Farið fram á gæsluvarðhald yfir fyrrverandi kærasta Tovu Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 14:23 Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Vísir/Getty Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi. Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi.
Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58
Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32