Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2017 20:15 Notast var við myllumerkin #aðeinsíkrónunni, #krónan og #17sortir. vísir/gummi Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. Fyrirtækjunum tveimur hefur verið bannað að markaðssetja vörur sínar með þessum hætti. Tólf vinsælir bloggarar voru fengnir til þess að auglýsa vörurnar.Fengu greitt fyrir auglýsingarnar Fram kemur í úrskurði Neytendastofu að fjölmargar ábendingar hafi borist vegna færslna einstaklinga á Instagram þar sem fjallað var um ágæti vara og vörumerkja Krónunnar og 17 sorta. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólkið fékk greitt fyrir umfjallanirnar og að þriðja fyrirtækið, Ghostlamp, hefði annast milligöngu við það um skipulagningu markaðssetningarinnar. Ghostlamp vinnur að því að tengja saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni en fjallað var um fyrirtækið í Fréttablaðinu í fyrra. Færslurnar voru merktar með myllumerkjum með heitum fyrirtækjanna en Neytendastofa taldi merkingarnar ekki nægilegar til þess að neytendur gætu með góðu móti áttað sig á því að um auglýsingar væri að ræða.Um var að ræða fjórtán færslur frá tólf einstaklingum í úrskurði Neytendastofu.skjáskot#aðeinsíKrónunni Umræddir einstaklingar sem auglýstu fyrir Krónuna og 17 sortir eiga það allir sameiginlegt að vera vinsælir á samfélagsmiðlum og eru með þúsundir fylgjenda, en við markaðssetninguna notuðust þeir meðal annars við merkinguna #aðeinsíkrónunni, #krónan og #17sortir, líkt og sjá má dæmi um hér að neðan, en einhverjar færslur hafa verið teknar út af Instagram. Þar eru meðal annars að finna færslur frá Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsstjóra Dominos, Ingileif Friðriksdóttur, blaðamanni á Mbl.is, og Þórunni Ívarsdóttur, einum vinsælasta bloggara landsins. Þórunn ræddi duldar auglýsingar í viðtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. „Þegar ég fæ sýnishorn af vöru eða fæ hana að gjöf þá tek ég það fram að um sýnishorn sé að ræða,“ sagði Þórunn við Fréttablaðið. „Ef um kostaða færslu er að ræða, það er að ég fái greitt fyrir hana, þá nefni ég það líka sérstaklega neðst í greininni.“ Haldi hún að einhver vafi geti leikið á hvort færsla sé kostuð eður ei tekur hún sérstaklega fram að hún sé ekki kostuð af neinu fyrirtæki.Dæmi um færslur á Instagram umrædda helgiAnna Fríða Gísladóttir 12. desember„Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“Hrafnhildur Björk 11. desember„Jólabakstur hefur aldrei verið auðveldari en nú.“ #ad„Er ekki upplagt að kveikja á Hirðakertinu og baka dýrindis smákökur frá 17 sortum úr Krónunni á þessari aðventu“ #adAlexsandra Bernharð 11. desember„Ekkert betra en að byrja daginn á bestu smákökum sem ég hef smakkað, karamellusúkkulaði og pekan“Ingileif Friðriksdóttir 11. desember„Himneskar piparbrjóstsykurs- og hvítsúkkulaðismákökur, mjólk og JÓLATRÉ! Jólin eru komin á Starhaganum“Ingibjörg Sigfúsdóttir 11. desember„Jólabaksturinn frekar auðveldur þetta árið.“Tinna Freysdóttir 11. desember„Elín Kara ánægð með smákökurnar frá 17 sortir“Þórunn Ívarsdóttir 11. desember„Nýbakaðar smákökur og ísköld mjólk, mmm!“Ekki hægt að bera fyrir sig vanþekkingu Auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri og hefur Neytendastofa því gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig markaðssetningu skuli háttað á þessum vettvangi. Krónan sagðist í svari sínu til Neytendastofu hafa skipulagt markaðssetninguna, án aðkomu 17 sorta, í samstarfi við fyrirtækið Ghostlamp. Sagðist fyrirtækið hafa talið að með notkun fyrrnefndra myllumerkja sé þeim fyrirmælum sem felist í leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar fylgt til hlítar. „Telji Krónan að engum fái dulist að sú umfjöllun sem um ræði sé kostuð af þeim aðilum sem tilgreindir séu með myllumerkjunum. Sú aðferð sem notuð sé við herferðina sé alþekkt og notuð af fjölda fyrirtækja. Eins sé alþekkt að einstaklingar séu að fá greiðslur fyrir birtingu á vörum á samfélagsmiðlum,“ segir í svarinu. Þessu var Neytendastofa ekki sammála og sagðist telja að hinn almenni neytandi átti sig að jafnaði ekki á að um sé að ræða auglýsingu þegar ekki sé skýrlega greint frá viðskiptalegum tilgangi stöðuuppfærslna fólks á samfélagsmiðlum. Þá geti fyrirtækin ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum eða traust til tiltekinnar auglýsingastofu. Fyrirtæki beri sjálf ábyrgð á viðskiptaháttum sínum. Í öllu falli hafi Krónunni verið kunnugt um efni leiðbeininga Neytendastofu.Duldar auglýsingar eru bannaðarDuldar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Þá mega auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Leiðbeiningar Neytendastofu eru byggðar á samnorrænum reglum. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu á samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða. Þá segir að neytendur eigi lagalegan rétt á því að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim eitthvað. Neytendur Tengdar fréttir „Duldar auglýsingar eru bannaðar“ Neytendastofa segir að upplýsa verði ef greitt er fyrir umfjöllun fjölmiðla um vöru. 10. júní 2015 13:38 Til skoðunar að gefa lífsstílsbloggum gaum: „Duldar auglýsingar bannaðar“ Oft liggur ekki ljóst fyrir hvaða færslur lífsstílsblogga eru auglýsingar og hverjar ekki. Lög segja að skýrt skuli tekið fram hvort um auglýsingu sé að ræða eður ei. 23. mars 2015 08:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Stjörnurnar fá viðvörun fyrir duldar auglýsingar WWD hefur birt lista yfir þær stjörnur sem hafa auglýst vörur á samfélagsmiðlum án þess að taka það fram. 9. maí 2017 17:00 Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. 14. mars 2017 12:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. Fyrirtækjunum tveimur hefur verið bannað að markaðssetja vörur sínar með þessum hætti. Tólf vinsælir bloggarar voru fengnir til þess að auglýsa vörurnar.Fengu greitt fyrir auglýsingarnar Fram kemur í úrskurði Neytendastofu að fjölmargar ábendingar hafi borist vegna færslna einstaklinga á Instagram þar sem fjallað var um ágæti vara og vörumerkja Krónunnar og 17 sorta. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólkið fékk greitt fyrir umfjallanirnar og að þriðja fyrirtækið, Ghostlamp, hefði annast milligöngu við það um skipulagningu markaðssetningarinnar. Ghostlamp vinnur að því að tengja saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni en fjallað var um fyrirtækið í Fréttablaðinu í fyrra. Færslurnar voru merktar með myllumerkjum með heitum fyrirtækjanna en Neytendastofa taldi merkingarnar ekki nægilegar til þess að neytendur gætu með góðu móti áttað sig á því að um auglýsingar væri að ræða.Um var að ræða fjórtán færslur frá tólf einstaklingum í úrskurði Neytendastofu.skjáskot#aðeinsíKrónunni Umræddir einstaklingar sem auglýstu fyrir Krónuna og 17 sortir eiga það allir sameiginlegt að vera vinsælir á samfélagsmiðlum og eru með þúsundir fylgjenda, en við markaðssetninguna notuðust þeir meðal annars við merkinguna #aðeinsíkrónunni, #krónan og #17sortir, líkt og sjá má dæmi um hér að neðan, en einhverjar færslur hafa verið teknar út af Instagram. Þar eru meðal annars að finna færslur frá Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsstjóra Dominos, Ingileif Friðriksdóttur, blaðamanni á Mbl.is, og Þórunni Ívarsdóttur, einum vinsælasta bloggara landsins. Þórunn ræddi duldar auglýsingar í viðtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. „Þegar ég fæ sýnishorn af vöru eða fæ hana að gjöf þá tek ég það fram að um sýnishorn sé að ræða,“ sagði Þórunn við Fréttablaðið. „Ef um kostaða færslu er að ræða, það er að ég fái greitt fyrir hana, þá nefni ég það líka sérstaklega neðst í greininni.“ Haldi hún að einhver vafi geti leikið á hvort færsla sé kostuð eður ei tekur hún sérstaklega fram að hún sé ekki kostuð af neinu fyrirtæki.Dæmi um færslur á Instagram umrædda helgiAnna Fríða Gísladóttir 12. desember„Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“Hrafnhildur Björk 11. desember„Jólabakstur hefur aldrei verið auðveldari en nú.“ #ad„Er ekki upplagt að kveikja á Hirðakertinu og baka dýrindis smákökur frá 17 sortum úr Krónunni á þessari aðventu“ #adAlexsandra Bernharð 11. desember„Ekkert betra en að byrja daginn á bestu smákökum sem ég hef smakkað, karamellusúkkulaði og pekan“Ingileif Friðriksdóttir 11. desember„Himneskar piparbrjóstsykurs- og hvítsúkkulaðismákökur, mjólk og JÓLATRÉ! Jólin eru komin á Starhaganum“Ingibjörg Sigfúsdóttir 11. desember„Jólabaksturinn frekar auðveldur þetta árið.“Tinna Freysdóttir 11. desember„Elín Kara ánægð með smákökurnar frá 17 sortir“Þórunn Ívarsdóttir 11. desember„Nýbakaðar smákökur og ísköld mjólk, mmm!“Ekki hægt að bera fyrir sig vanþekkingu Auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarin misseri og hefur Neytendastofa því gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig markaðssetningu skuli háttað á þessum vettvangi. Krónan sagðist í svari sínu til Neytendastofu hafa skipulagt markaðssetninguna, án aðkomu 17 sorta, í samstarfi við fyrirtækið Ghostlamp. Sagðist fyrirtækið hafa talið að með notkun fyrrnefndra myllumerkja sé þeim fyrirmælum sem felist í leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar fylgt til hlítar. „Telji Krónan að engum fái dulist að sú umfjöllun sem um ræði sé kostuð af þeim aðilum sem tilgreindir séu með myllumerkjunum. Sú aðferð sem notuð sé við herferðina sé alþekkt og notuð af fjölda fyrirtækja. Eins sé alþekkt að einstaklingar séu að fá greiðslur fyrir birtingu á vörum á samfélagsmiðlum,“ segir í svarinu. Þessu var Neytendastofa ekki sammála og sagðist telja að hinn almenni neytandi átti sig að jafnaði ekki á að um sé að ræða auglýsingu þegar ekki sé skýrlega greint frá viðskiptalegum tilgangi stöðuuppfærslna fólks á samfélagsmiðlum. Þá geti fyrirtækin ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum eða traust til tiltekinnar auglýsingastofu. Fyrirtæki beri sjálf ábyrgð á viðskiptaháttum sínum. Í öllu falli hafi Krónunni verið kunnugt um efni leiðbeininga Neytendastofu.Duldar auglýsingar eru bannaðarDuldar auglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Samkvæmt sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu skulu auglýsingar þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða. Skulu þær skýrt aðgreindar frá öðru efni fjölmiðla. Þá mega auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra. Leiðbeiningar Neytendastofu eru byggðar á samnorrænum reglum. Í þeim kemur fram að ef greitt er fyrir umfjöllun, eða annað endurgjald kemur fyrir umfjöllun um vöru eða þjónustu á samfélagsmiðli, þá er um auglýsingu að ræða. Þá segir að neytendur eigi lagalegan rétt á því að vita hvenær verið er að reyna að selja þeim eitthvað.
Neytendur Tengdar fréttir „Duldar auglýsingar eru bannaðar“ Neytendastofa segir að upplýsa verði ef greitt er fyrir umfjöllun fjölmiðla um vöru. 10. júní 2015 13:38 Til skoðunar að gefa lífsstílsbloggum gaum: „Duldar auglýsingar bannaðar“ Oft liggur ekki ljóst fyrir hvaða færslur lífsstílsblogga eru auglýsingar og hverjar ekki. Lög segja að skýrt skuli tekið fram hvort um auglýsingu sé að ræða eður ei. 23. mars 2015 08:00 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Stjörnurnar fá viðvörun fyrir duldar auglýsingar WWD hefur birt lista yfir þær stjörnur sem hafa auglýst vörur á samfélagsmiðlum án þess að taka það fram. 9. maí 2017 17:00 Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. 14. mars 2017 12:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
„Duldar auglýsingar eru bannaðar“ Neytendastofa segir að upplýsa verði ef greitt er fyrir umfjöllun fjölmiðla um vöru. 10. júní 2015 13:38
Til skoðunar að gefa lífsstílsbloggum gaum: „Duldar auglýsingar bannaðar“ Oft liggur ekki ljóst fyrir hvaða færslur lífsstílsblogga eru auglýsingar og hverjar ekki. Lög segja að skýrt skuli tekið fram hvort um auglýsingu sé að ræða eður ei. 23. mars 2015 08:00
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00
Stjörnurnar fá viðvörun fyrir duldar auglýsingar WWD hefur birt lista yfir þær stjörnur sem hafa auglýst vörur á samfélagsmiðlum án þess að taka það fram. 9. maí 2017 17:00
Elín fengið sig fullsadda af óhreinskilni auglýsenda Bloggarinn og förðunarfræðingurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti nýverið færslu á Twitter þar sem hún fjallar um duldar auglýsingar sem bloggarar og samfélagsmiðlastjörnur dæla út til fylgjenda sinna í formi meðmæla. Sjálf hefur hún tileinkað sér að vera hreinskilin í allri sinni umfjöllun. 14. mars 2017 12:00
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00