Viðskipti erlent

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Fox News er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Roger Ailes varð 77 ára gamall.
Roger Ailes varð 77 ára gamall. Vísir/AFP
Roger Ailes, fyrrverandi framkvæmdastjóri og einn stofnanda Fox News, er látinn, 77 ára að aldri. Hann var um árabil einn valdamesti maðurinn í bandarískum fjölmiðlaheimi.

Hann lést í morgun að því er segir í yfirlýsingu frá Elizabeth, eiginkonu hans.

Ailes sagði af sér sem framkvæmdastjóri Fox News fyrir tæpu ári í kjölfar ásakana um að hafa kynferðislega áreitt Gretchen Carlson, fyrrverandi þáttastjórnanda Fox. Málinu lauk með að Fox greiddi Carlson 20 milljónir Bandaríkjadala. Hinn 85 ára Rupert Murdoch, tók við stöðunni af Ailes á síðasta ári.

Á starfsævi sinni gegndi Ailes jafnframt hlutverki fjölmiðlaráðgjafa fjölda forseta Bandaríkjanna, meðal annars Richard Nixon, Ronald Reeagan og George H.W. Bush. Þá ráðlagði hann einnig Donald Trump í kosningabaráttunni á síðasta ári.

Ailes lætur eftir sig eiginkonuna Elizabeth og soninn Zachary.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×