Húsnæðismarkaðurinn: Leitin að öryggistilfinningu leiðir til óhóflegrar skuldsetningar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 16:07 Una Jónsdóttir hagfræðingur. Vísir Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Aðeins 45 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi, samanborið við 91 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Íbúðalánasjóður gerði meðal almennings um stöðu húsnæðismála og var kynnt í dag. ÞEtta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Könnunin bendir til þess að fólk upplifi ekki húsnæðisöryggi fyrr en það hefur tök á því að eignast eigið húsnæði. Þetta getur leitt til þess að fólk fari í óhóflega skuldsetningu, sem er sérstaklega óskynsamlegt núna þegar eftirspurnin eftir fasteignum er mun meiri en framboðið og verðið er hátt. Fólk er drifið áfram af öryggistilfinningunni sem það vill öðlast,“ sagði Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs þar sem könnunin var kynnt. Í tilkynningunni kemur fram að sautján prósent þjóðarinnar eru á leigumarkaði í dag en 70 prósent í eigin húsnæði. Þeim sem búa í eigin húsnæði hefur fækkað um tæp 10 prósent á einum áratug því í nóvember 2006 voru rúm 77 prósent Íslendinga í eigin húsnæði og 12 prósent á leigumarkaði. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá nágrannaþjóðunum. Una sagði að færra fólk sem tók þátt í könnuninni telji öruggt að það verði á leigumarkaði næst þegar það skiptir um húsnæði. Eins og staðan er í dag vilji nánast allir kaupa vegna þess hve ótraustur leigumarkaðurinn er. „Fólk virðist ekki vilja vera á leigumarkaði en það er þar samt sem áður. Það passar við það sem einnig kemur í könnuninni, að fólk telur framboð húsnæðis til leigu sem henti því og fjölskyldunni vera lítið og að það sé óhagstætt að leigja.“ Í niðurstöðum könnunar Íbúðalánasjóðs kemur fram að laun hækkuðu á landsvísu um fimm prósent á síðastliðnum ári samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði leiguverðsvísitala um 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Verð á fjölbýli hækkaði um 23 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að leigjendur geti síður safnað. 41 prósent þeirra sem eru á leigumarkaði ná að safna talsverðu eða svolitlu af sparifé, 33 prósent ná endum saman með naumindum en 26 prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum. 66 prósent þeirra sem búa í eigin húsnæði geta safnað talsverðu eða svolitlu sparifé, 26 prósent ná endum saman með naumindum og átta prósent nota sparifé til að ná endum saman eða safna skuldum.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira