Flugmenn uppseldir á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag." Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag."
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira