Gefa út fatalínu úr IKEA pokum Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2017 16:30 Eldur Aron Eiðsson og Pálmi Kormákur Baltasarsson í IKEA vörunum. Inklaw „Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku. Tíska og hönnun Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
„Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku.
Tíska og hönnun Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira