Gefa út fatalínu úr IKEA pokum Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2017 16:30 Eldur Aron Eiðsson og Pálmi Kormákur Baltasarsson í IKEA vörunum. Inklaw „Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku. Tíska og hönnun Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
„Þetta seldist alveg ótrúlega vel og línan er uppseld en hún kom í mjög takmörkuðu upplagi,” segir Anton Sigfússon hjá íslenska götutískumerkinu INKLAW. Merkið sendi á dögunum frá sér fatalínu sem unnin er úr hinum vel þekkta bláa innkaupapoka frá sænska húsgagnaframleiðandanum IKEA. Línan stendur saman af joggingalla, buxum og hettupeysu sem koma í bláu og svörtu lit og svo jakka sem saumaður er alfarið úr innkaupapokanum. „Við fengum þessa hugmynd út frá IKEA hæpinu sem hófst með töskunni frá Balenciaga,” segir Anton og vísar þar það þegar franska tískuhúsið sendi frá sér tösku sem þótti svipa töluvert til hins vel þekkta bláa innkaupapoka í enda apríl. Vildu ekki taka tilboðinu fyrst „Í kjölfarið fóru ýmsir að búa til allskonar hluti úr pokanum. Við vorum ekkert endilega að spá í að taka þátt í þessu fyrst en fannst samt spennandi tilhugsun að fara í samstarf með einhverjum svona stórum fyrirtækjum og gera eitthvað kúl. Okkur varð strax hugsað til þess þegar franska merkið Vetements fór í samstarf með DHL. Þau hönnuðu gula stuttermaboli með DHL lógóinu og þeir seldust stax upp,” segir Anton. „Við höfðum samband við IKEA og fengum strax jákvætt svar. Þá settum við nokkrar hugmyndir á blað og köstuðum á milli. Svo ákváðum við bara að keyra á þetta,” segir Anton og bætir við að ekki hafi liðið langur tími frá því að þeir settu sig í samband við IKEA og að línan leit dagsins ljós. „Okkur fannst þetta skemmtileg og sniðug hugmynd í ljósi þess að fólk hefur verið að gera allskonar úr pokanum. Við ákváðum því að taka þátt í þessu með þeim og hafa gaman af,” segir Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA á Íslandi. „Þetta er fyrsta samstarfið af þessum toga sem hefur komið inn á borð til okkar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér,” segir hún og hlær. Og eftir að línan var tilbúin var ekki annað í stöðunni en að taka kynningarefni fyrir hana í sjálfu móðurskipinu, verslun IKEA. Anton segir það hafa verið skemmtilega furðulega upplifun að hafa verslunina út af fyrir sig en þeir tóku kynningarefnið upp eftir lokun en samstarfið hafi verið hið ánægjulegasta. Í mars síðastliðnum tóku þeir þátt í RFF, kynntu þar nýja fatalínu og opnuðu pop-up búð og show-room í flagskipsverslun Cintamani í Bankastræti. Fram til þessa hafa INKLAW vörur einungis verið fáanlegar í vefverslun þeirra, en merkið var stofnað árið 2013. Aðstandendur merkisins, auk Antons, eru þeir Róbert Ómar Elmarsson, Guðjón Geir Geirsson og Christopher Cannon. Hver flík er handgerð og mynstur handmáluð í hönnunarstúdíói merkisins. Fjölmargar stjörnur hafa klæðst flíkum frá merkinu og má sem dæmi nefna eina skærustu poppstjörnu heims og Íslandsvininn Justin Bieber. Það er því óhætt að segja að nóg hafi verið um að vera hjá INKLAW á síðastliðnum mánuðum og ýmislegt er á döfinni því von er á stórri tilkynningu frá merkinu í næstu viku.
Tíska og hönnun Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira