Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 19:45 Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi.
Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00