Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 19:45 Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi.
Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00