Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Pétur Fjeldsted skrifar 1. maí 2017 07:00 „Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihluta stuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar,“segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd/Pétur Fjeldsted „Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira