Hækkunin nemur 56 milljörðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Óljóst er hvort launahækkanirnar komi til með að hafa áhrif á verðlag. vísir/vilhelm Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira